þriðjudagur, júlí 27, 2004

Dreginn, ekki stolinn

Frekari fréttir af æsingunni í New York-borg:

Eiríki var lagt ólöglega á langlegudeildinni og var dreginn í burtu. DREGINN!!! Vesalings karlinn minn. Löggan komst að þessu þegar ég var mætt á löggustöðina á JFK og inn í skýrslutökuherbergi. Ég varð svo glöð að ég hoppaði næstum yfir afgreiðsluborðið og kyssti þá alla sem einn (á tímabili voru fjórir amrískir lögreglumenn að leita að Eiríki mínum). Svo fengum við Mörður far með fyndnu löggunni að ná í bílinn: "Þú þarft ekkert að spenna beltin, löggan stoppar þig ekki". Harharhar. Ég í sæluvímu: "Vá mar, ég hef aldrei áður verið í amrískum löggubíl." Löggan: "Nú, í hvers lenskum þá?!?!"

Sem sagt, er á leið til Íþöku á drossíunni minni. Íha.

Engin ummæli: