mánudagur, október 31, 2005

Amma mín og heimferð

Hún Oddný amma mín dó á fimmtudaginn var. Hún var búin að vera veik lengi og búin að þjást mikið og ég vona að hún hafi verið fegin að fá að fara.

Jarðarförin verður í næstu viku og ég ætla að fara heim til að vera viðstödd. Nánari fréttir síðar.

sunnudagur, október 23, 2005

Sjór

Nú er vinnuvikan aftur byrjuð og ekki seinna vænna. Mín bíður neflilega það stórskemmtilega viðfangsefni (ehemm...) að búa til sjó í dag. Nemendur mínir eru að fara að sulla í tilraunastofunni á morgun og til þess þurfa þeir gervi-sjó. Ætli ég láti ekki duga að búa til eins og 2-3 lítra, held það verði að duga.

Annars allt bara í edilon. Á föstudaginn var blásið til spontan matarveislu heima hjá okkur Shan og í gær keyrðum við aftur alla leið til Syracuse til að fá okkur Dinosaur BBQ og kaupa ný gleraugu fyrir Shan. Eins og sjá má snýst líf okkar þessa dagana um fátt annað en mat og vinnuna. Vinna sofa borða vinna sofa borða...

þriðjudagur, október 18, 2005

As promised



Originally uploaded by herdis2002.
Here it is, a picture from the good old days :) We're on the top of Mt. Bláhnjúkur, in Landmannalaugar, at the start of our hike to Þórsmörk.

Click on the picture to go to the flickr-site. Then click on the "next"-link under the small pictures to the right of the main picture to see, you guessed right, the next one! If you choose "view as slideshow", flickr shows my pictures in the wrong order. I'm not sure why, but I guess that has something to do with how I uploaded them. Anyway, the other method works just fine.

föstudagur, október 14, 2005

Happy birthday!!

It's Shan's birthday. Yay, hurray! Many happy returns!

To celebrate, I'm posting a picture from the good old days when we were still different ages:

later: Make that "I'm going to post a picture from... once I've figured out how to do it in blogger. The idiot-proof generic method isn't working out for yours truly". Will go to some nice restaurant with my beloved one in the meantime.

þriðjudagur, október 11, 2005

Helgin

var agalega fín. Allir nemendur (nema framhaldsnemendur) voru í haustfríi (sem lýkur í fyrramálið) og við Shan tókum lífinu með ró. Reyndar unnum við bæði á laugardaginn en sunnudagurinn fór allur í leti og ómennsku. Ekki einasta sváfum við út heldur fórum við í bíltúr til smábæjarins Watkins Glen þar sem við fengum okkur göngutúr í gilinu sem bærinn er kenndur við. Eftir á vorum við orðin eitthvað svöng og ákváðum að skutlast til Skaneatles-bæjar (þar sem hr. og frú Clinton finnst víst gaman að spássera um á frídögum) en við komumst aldrei svo langt; Stonecat Café varð á vegi okkar og við fórum þangað inn og enduðum í heljarinnar kvöldverði og kósílegheitum.

Í gær var afkastasemin ekki minni, við unnum samtals í 3 klukkustundir og fórum svo í verslunarleiðangur til gettóborgarinnar Syracuse, þar sem eina lifandi fólkið sem maður sér er a) lögga, b) í Carousel Mall eða c) mótorhjólagæi/-gella á Dinosaur BBQ. Ég styrkti lókal efnahaginn í Gap og H&M og eftir á tókst okkur að villast í mið-gettóinu í leit að BBQ-pleisinu. Langi ykkur í alminnilegt BBQ skuliði ekkert vera að hafa fyrir því að fara e-ð suðureftir til Jesúshopparanna, bara skella sér á Dinosaur í gettóinu.

Nei nei,

engin þörf á nýju kommentakerfi heldur bara þörf á smá tiltekt. Þetta ætti að vera komið í lag, sérstakar þakkir til Ernunnar minnar í NYC.

föstudagur, október 07, 2005

Nýtt kommentakerfi

Eins og glöggir lesendur (i.e. glöggi lesandinn) taka eftir þá eru nú tveir möguleikar í boði fyrir komment á þessum eðalbloggi. Ég er orðin svo gríðarlega leið á að bíða endalaust eftir að þessi blessaða klinkfamilía (hvað svo sem það nú er) hlaðist inn í tölvuna mína þegar ég opna blogginn minn að ég ætla að henda henni út. Ég samt tími ekki að gera það alveg strax því gömlu kommentin frá ykkur ylja mér nú enn um hjartarætur. Þið hins vegar eigið alveg endilega að setja nýju kommentin inn á nýja kerfið (i.e., blogger-kerfið, ekki haloscan).

Mange tak

Letibloggari

Hier wird nicht viel gebloggt. No, this is a lazy blogsite.

Þetta er nú búin að vera skrautleg vika síðan á föstudaginn var. Maplewood-ríjúníon (jamms, ég er orðin svo gömul í hettunni hér í Amríku að ég er farin að taka þátt í ríjúníonum) stóð yfir frá föstudagseftirmiðdegi fram á sunnudag. Þátttakendur voru 2/4 íbúa E5 veturinn 2003-2004 (Leticiu var sárt saknað), i.e. Deepti og undirrituð, og sú þriðja af okkur fjórum, Tulika, var líka í bænum og setti mark sitt á samkunduna mestallan tímann, jafnvel þegar hún sjálf var hvergi nærri. Við Deepti skemmtum okkur á endanum vel saman, Tulika skemmti sér vel við að elta e-n mann á röndum og þögla vinkonan þeirra beggja vissi ekki hvað hún átti af sér að gera - þetta var nokkuð taugatrekkjandi meðan á stóð og næstum því bráðfyndið í retróspekt, en ég held ég mæti ekki á svona samkundu aftur á næstunni.

Nú, svo kom í vikunni kona sem grad stúdentarnir hér við Cornell buðu hingað sem árlegum gestafyrirlesara. Þessi kona er mikil þungavigtarmanneskja í fornloftslags- og fornhaffræðum og nokkuð umdeild og ég var alveg hoppandi ánægð með að fá hana hingað í heimsókn. Til stóð að lesa e-ar greinar eftir hana og keppinautana áður en hún kæmi en það hafðist náttúrulega ekki... en fyrirlestrarnir sem hún hélt voru spennandi og ég sat alveg á sætisbrúninni af spenningi að heyra meira. Hlakka mikið til að lesa næstu greinina hennar sem hún ætlar að fara að skrifa núna á næstu dögum, hún sagði okkur neflilega frá nýjustu uppgötvununum sínum og þær voru sko ekki lítið spennandi.

Nú er svo haustfríið að byrja og því náttúrulega við hæfi fyrir sólina, sem er búin að skína látlaust á okkur hér í Íþöku síðan í maí, að láta í minni pokann fyrir rigningunni. Ég er bara ánægð með það, enda búin að fá nóg af sól og hitasvækju fyrir næstu 3 árin.

mánudagur, október 03, 2005

Konur - leggjum niður störf

Ég var að finna þetta í pósthólfinu mínu. Ef einhver ykkar er til í að taka með aukapott fyrir mig þá væri það vel þegið:

"Jafnrétti núna! Nú gefst kjörið tækifæri til að taka þátt í að skapa kvennasögu Íslands og láta til sín taka í baráttunni fyrir jafnrétti því hinn 24. október næstkomandi verður kvennafrídagurinn endurvakinn en þá eru liðin 30 ár frá kvennafríinu 1975.

Konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:08 en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum, ef litið er til munar á atvinnutekjum karla og kvenna sem eru 64,15% af launum karla. Samkvæmt þessu eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum, eftir fimm tíma og átta mínútur (miðað er við vinnudag kl. 9-17).

Kröfuganga verður farin frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og að Ingólfstorgi. Mæting á Skólavörðuholti kl. 15. Yfirskrift göngunnar er ,,Konur höfum hátt" og eru konur hvattar til að taka með sér eldhúsáhöld, svo sem potta og járnsleifar eða ásláttarhljóðfæri til að framkalla hávaða. Hugmyndin er sú að konur hafa verið hljóðar of lengi og nú er kominn tími til að við látum í okkur heyra og krefjumst jafnréttis núna! Til að kröfugangan verði litrík og áhrifamikil, er fólk eindregið hvatt til að mæta með kröfuspjöld, fána og hvaðeina. Á Ingólfstorgi verður baráttufundur kl. 16, þar sem haldnar verða stuttar barátturæður og flutt menningardagskrá.

Markmið kvennafrísins er það sama og fyrir 30 árum, að sýna fram á verðmæti vinnuframlags kvenna fyrir íslenskt efnahagslíf. Hvergi í heiminum er atvinnuþátttaka kvenna jafnmikil og hér á landi. Þau samtök sem eiga aðild að því að undirbúa viðburði til að minnast merkisviðburða í sögu íslenskra kvenna á þessu ári eru: Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennasögusafn Íslands, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót og UNIFEM á Íslandi. Kvennafundurinn á Þingvöllum 19. júní var afrakstur þessa samstarfs. Heildarsamtök launamanna koma einnig að undirbúningi kvennafrídagsins 24. október. Þau eru: ASÍ, BHM, BSRB og KÍ.

Femínistafélag Íslands"