Eins og glöggir lesendur (i.e. glöggi lesandinn) taka eftir þá eru nú tveir möguleikar í boði fyrir komment á þessum eðalbloggi. Ég er orðin svo gríðarlega leið á að bíða endalaust eftir að þessi blessaða klinkfamilía (hvað svo sem það nú er) hlaðist inn í tölvuna mína þegar ég opna blogginn minn að ég ætla að henda henni út. Ég samt tími ekki að gera það alveg strax því gömlu kommentin frá ykkur ylja mér nú enn um hjartarætur. Þið hins vegar eigið alveg endilega að setja nýju kommentin inn á nýja kerfið (i.e., blogger-kerfið, ekki haloscan).
Mange tak
föstudagur, október 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli