Hier wird nicht viel gebloggt. No, this is a lazy blogsite.
Þetta er nú búin að vera skrautleg vika síðan á föstudaginn var. Maplewood-ríjúníon (jamms, ég er orðin svo gömul í hettunni hér í Amríku að ég er farin að taka þátt í ríjúníonum) stóð yfir frá föstudagseftirmiðdegi fram á sunnudag. Þátttakendur voru 2/4 íbúa E5 veturinn 2003-2004 (Leticiu var sárt saknað), i.e. Deepti og undirrituð, og sú þriðja af okkur fjórum, Tulika, var líka í bænum og setti mark sitt á samkunduna mestallan tímann, jafnvel þegar hún sjálf var hvergi nærri. Við Deepti skemmtum okkur á endanum vel saman, Tulika skemmti sér vel við að elta e-n mann á röndum og þögla vinkonan þeirra beggja vissi ekki hvað hún átti af sér að gera - þetta var nokkuð taugatrekkjandi meðan á stóð og næstum því bráðfyndið í retróspekt, en ég held ég mæti ekki á svona samkundu aftur á næstunni.
Nú, svo kom í vikunni kona sem grad stúdentarnir hér við Cornell buðu hingað sem árlegum gestafyrirlesara. Þessi kona er mikil þungavigtarmanneskja í fornloftslags- og fornhaffræðum og nokkuð umdeild og ég var alveg hoppandi ánægð með að fá hana hingað í heimsókn. Til stóð að lesa e-ar greinar eftir hana og keppinautana áður en hún kæmi en það hafðist náttúrulega ekki... en fyrirlestrarnir sem hún hélt voru spennandi og ég sat alveg á sætisbrúninni af spenningi að heyra meira. Hlakka mikið til að lesa næstu greinina hennar sem hún ætlar að fara að skrifa núna á næstu dögum, hún sagði okkur neflilega frá nýjustu uppgötvununum sínum og þær voru sko ekki lítið spennandi.
Nú er svo haustfríið að byrja og því náttúrulega við hæfi fyrir sólina, sem er búin að skína látlaust á okkur hér í Íþöku síðan í maí, að láta í minni pokann fyrir rigningunni. Ég er bara ánægð með það, enda búin að fá nóg af sól og hitasvækju fyrir næstu 3 árin.
föstudagur, október 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli