sunnudagur, október 23, 2005

Sjór

Nú er vinnuvikan aftur byrjuð og ekki seinna vænna. Mín bíður neflilega það stórskemmtilega viðfangsefni (ehemm...) að búa til sjó í dag. Nemendur mínir eru að fara að sulla í tilraunastofunni á morgun og til þess þurfa þeir gervi-sjó. Ætli ég láti ekki duga að búa til eins og 2-3 lítra, held það verði að duga.

Annars allt bara í edilon. Á föstudaginn var blásið til spontan matarveislu heima hjá okkur Shan og í gær keyrðum við aftur alla leið til Syracuse til að fá okkur Dinosaur BBQ og kaupa ný gleraugu fyrir Shan. Eins og sjá má snýst líf okkar þessa dagana um fátt annað en mat og vinnuna. Vinna sofa borða vinna sofa borða...

Engin ummæli: