miðvikudagur, september 01, 2004

Bankasiðferði

Nýverið sagði ég mig úr Landsbankanum vegna afskipta hans af Kárahnjúkavirkjun (LÍ tekur þátt í að veita Landsvirkjun gríðarlegt veltulán til framkvæmdanna) og gekk til liðs við SPRON; smæð þess banka veitir þeim ekki svigrúm til að standa í svona stórræðum. Um leið og ég skipti sendi ég stjórnendum beggja bankanna bréf og útskýrði gjörðir mínar. Í gær barst mér svar frá formanni framkvæmdastjórnar SPRON. Gaman að því, jafnvel þó hann hafi ekki lofað mér því að SPRON myndi aldrei fara út í svona stuðning eins og ég sagðist vona í bréfi mínu. Enn hef ég ekki heyrt frá Landsbankanum, ætli þeir taki brotthvarf mitt ekkert nærri sér?!?

Engin ummæli: