laugardagur, september 04, 2004

Svar óskast:

Hefur eitthvað verið þýtt á íslensku eftir bandaríska náttúruverndarfrömuðinn Edward Abbey? Nýverið las ég eftir hann bók sem heitir Desert Solitaire, sú bók ætti að vera skyldulesning öllum þingmönnum, sveitarstjórum, verkfræðingum og hagfræðingum heimsins og þó sérstaklega Íslands.

Hef ég ekki bloggað þetta áður? Það er eins og mig minni það. Ekki að það skipti öllu máli, því sjaldan er góð vísa of oft kveðin og þessi vísa er svo sannarlega góð!

Engin ummæli: