Bono rúlar. Ekki spurning... dregur Paul O'Neill, fjármálaráðherra BNA, með sér til Afríku að sjá hvernig raunveruleikinn lítur út. Skemmtilegt að þessir tveir séu nafnar, en eins og flestir alminnilegir U2-aðdáendur vita heitir Bono einmitt Paul Hewson.
Svo eru Húmanistarnir athyglisverðir. Ég bara verð að viðurkenna að ég hef lítið sem ekkert á móti stefnuskrá þeirra, svona við fyrstu sýn (hef náttúrulega aldrei lesið þetta plagg áður, trú lýðræðishefðinni sem hann Metúsalem forsprakki þeirra fárast svo yfir þessa dagana). En Stína ætti að halda stafsetningarnámskeið fyrir frambjóðendur...
miðvikudagur, maí 22, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli