úr pósthólfinu mínu í dag:
"Náttúruvaktin beinir þeim tillmælum til allra náttúruunnenda að þeir fjölmenni við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14 á morgun, þriðjudag, þegar Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi leggur fram tillögu sína í borgarstjórn um verndun Þjórsárvera. Á sama tíma verður stuðningsstaða við Ráðhúsið til sýna tillögunni samstöðu og hvetja borgarfulltrúa til að virða þá ómetanlegu gersemi sem Þjórsárver eru með því að greiða tillögunni atkvæði sitt.
Nú er lag, möguleiki á að þrýsta á verndun Þjórsárvera og stækkun friðlandsins. Mætum og hvetjum stjórn borgarinnar til að nýta eignaraðild sína í Landsvirkjun til verndar Þjórsárverum og varðveita þannig þjóðargersemi, svæði sem á ekki sinn líka um veröld víða, um ókomna tíð.
Lifi Þjórsárver
Náttúruvaktin"
mánudagur, janúar 16, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli