eða kallar maður ekki annars staðinn þar sem maður býr "heima"??
Mikið var nú gaman að skella sér til Evrópu svona yfir jól og áramót. Hitta fjölskylduna, skipta á nokkrum bleyjum á frændsystkinunum, fá lánuð föt hjá Láru systur... voðalega næs. Svo náttla skemmdi ekki fyrir að fara til tannsa í viðgerð og til hárgreiðslukonunnar minnar hennar Elínar í Arnarbakka sem er í mínum huga kona ársins að þessu sinni; þvílíkur snillingur að núna held ég að ég verði bara að fljúga heim á 6 vikna fresti í viðhald hjá henni því enginn getur klippt mig jafnvel og hún!! Ég lét sem sagt makkann fjúka enda kominn tími til!
Meira síðar, ætla út að útrétta áur en næsti "blizzard" skellur á *tíhí*
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli