þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Malt

Þessi orð hennar Stínu eru sem mælt úr mínum munni. Ég fjárfesti í þremur dósum af Egils malti í Fríhafnar-kaffiteríunni á leiðinni út eftir jólafríið, þrátt fyrir hinn óheyrilega prís 200 kall stykkið. Hvað gerir maður ekki til að geta notið viðlíka gvuðaveiga? Tvær dósir eru búnar nú þegar en sú þriðja felur sig nú innst inni í ísskápnum mínum og freistar mín dag og nótt. Ég held ég reyni að halda út að geyma hana kannski tæpar tvær vikur í viðbót og haldi svo upp á merkisdaginn 20. febrúar með vænum maltslurki. Ummm, hlakka til.