sunnudagur, febrúar 01, 2004

Ís í súperskál

Fórum í dag til Tinker-foss og spreyttum okkur á þessum ís og einum ís í viðbót í sex tíma. Komum aftur í bæinn sólbrunnin og sæl :)

Um kvöldið fór ég svo á amerískt menningarkvöld hjá skólafélaga mínum honum Adam. Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum (er þetta ekki annars kallað amrískur fótbolti??) var í beinni og því efnt til samkomu. Það var setið á öllu sem hafði yfirborð í stofunni hjá strákunum, þeir höfðu eldað mat og pantað pizzur og gestirnir komu með snakk og drykki. Leikurinn var ótrúlega spennandi og þó leikreglurnar séu mestmegnis yfir minn evrópska skilning hafnar tókst Brian, Adam og Eric með samstilltu átaki að kenna mér grundvallaratriðin svo ég gat fylgst með og æpt á réttum stöðum. Af aumingjagæsku minni hélt ég með Karólínumönnum, sem svo enduðu á að tapa eftir að komast yfir einni mínútu fyrir leikslok. Geðveikt!!!

Engin ummæli: