sunnudagur, ágúst 22, 2004

Flutt

Loksins er maður fluttur, mikið gasalega er ég fegin. Ógissla leiðinlegt að vera á dýnu í stofum vina og vandamanna. Tróð Eirík út eins og ég gat og ferjaði draslið yfir í tveimur ferðum. Nú er sko ekki geymsluplássinu fyrir að fara, þó Hlynskóga-íbúðin hafi verið ömurleg á flestan hátt þá var alla vega háaloft þar. Engum svoleiðis lúxus fyrir að fara við vatnið, kem ekki einu sinni ferðatöskunum undir rúmið! Þarf eitthvað að minnka við mig draslið og vera afskaplega gagnrýnin á hvað fær að bætast við.

Níger-drengurinn mætir víst ekki fyrr en eftir tæpan mánuð svo sú ítalska og ég erum einar í kotinu þangað til. Enginn leigjandi er kominn í fjórða herbergið og ég fæ afslátt af leigunni ef ég finn einhvern. Vantar einhvern lesenda minna herbergi???

Fór annars aðeins út í gær með Stephanie skólasystur minni. Sáum Mansjúríu-kandídatinn í bíó og fórum svo á Týnda hundinn að borða. Voða gott. Rákumst á Íslendingaklúbb Íþöku á Commons og skelltum okkur með þeim á e-m íþróttabar að horfa á Ólympíuleikana. Horfðum ekkert á þá en fræddum Stephanie þess í stað um Decode, kennitölur, kæstan hákarl og hrútspunga. Enduðum í límonaði og ísbjarnarsögum á Maxie's. Svona mættu fleiri laugardagskvöld vera.

Engin ummæli: