fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Svifaseinkun

Einhvern veginn fórst fyrir að borga skólagjöldin fyrir mig í tæka tíð og nú skulda "ég" innheimtudeildinni hér tæpa 17 þúsund dollara, plús innheimtugjald. Ég er löngu búin að láta vita af þessu og ekkert er að gerast. Á meðan get ég ekki skráð mig í kúrsa og ekki notað Cornell-kreditkortið heldur. Þetta er svo sem ekki neitt óyfirstíganlegt vandamál en algjör óþarfi og þ.a.l. einstaklega vel fallið til þess að pirra sig yfir.

- síðari tíma viðbætur -

Þá er búið að fixa þetta, a.m.k. er ég búin að fá ráðningarbréf fyrir misserið. Á að stunda rannsóknir til undirbúnings smíði GIS-módels af vestari hluta Eyjaálfu. Það sýnist mér gefa alveg ágætlega í aðra hönd, nú er bara að sjá hvað deildinni tekst að vera snögg að koma ráðningarbréfsskömminni inn í innheimtudeild og hreinsa þar með nafn mitt.

Engin ummæli: