þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Nýi Íslandsvinurinn

Gaman að heyra að Íþöku-vinurinn Bill Clinton sé orðinn Íslandsvinur líka og að Sigurður Líndal, stjúpi Stínu vinkonu, hafi fengið að lóðsa hann um Þingvelli. Mig hefur einmitt alltaf langað í svona söguferð um vellina, slæmt að missa af þessari. Fyrir nú utan hvað þeir báðir hefðu haft gott af almennilegri jarðfræðileiðsögn um svæðið! Nú, svo er forsetinn fyrrverandi líka greinilega mikið fyrir að kynna sér lókal menningu, ætli honum hafi fundist remóið gott??

Engin ummæli: