mánudagur, desember 20, 2004

Jóla-snúningurinn

Allt á síðasta snúningi á mínum bæ eins og vanalega. Kannski ég sé skyld henni Hallveigu, hún lýsir a.m.k. mínum tímastjórnunaraðferðum í þessari færslu.

Sat til rúmlega 8 í morgun við skriftir og pælingar, fékk mér lúr í lopapeysunni og vaknaði (þó það sé nú álitamál hvort ég sé vöknuð enn...) um hádegið (ekki vera að vorkenna mér, þetta er afleiðing tímastjórnunarhæfileika minna ;)). Það var rigning þegar ég fór að sofa svo ég var nú heldur betur ánægð að vakna í skjannabjörtu herbergi. Þegar ég svo skreiddist að glugganum komu bara í ljós 5 sentimetrar af nýföllnum snjó og ekkert lát á. Mín varð nú alveg svakalega kát en brá samt þegar ég sá að skottið á honum Eiríki mínum var opið og pokarnir með jólakortunum og pðkkunum sem komust ekki í póstinn í gær að fyllast af snjó. Eins gott að ég hafði sofið í fötunum, því áður en ég vissi af var ég komin út að afstýra frekar stórslysum. Þetta fór nú vel allt saman... Mikið er ég líka fegin að snjórinn kom í dag og ekki í gær, það er ekki gaman að keyra hundruð mílna í nýföllnum snjó.

Núna er svo bara allt á fullu að klára verkefnið (svona fyrir utan smá blogg-starfsemi). Mikið svaðalega finnst mér þetta skemmtilegt, enda eins gott fyrst ég er að missa nætursvefn yfir þessu. Kannski það sé einmitt svo gaman að vaka heilu næturnar og spá og spekúlera og vera undir geðveikri pressu, einhvern veginn gengur mér alltaf best að fá hugmyndir annaðhvort þegar ég er undir svakalegri pressu (eins og núna) eða engri pressu (eins og þegar ég þarf að hanga á e-m ljótum flugvelli og bíða eftir tengifluginu í 7 klukkutíma). Allt millibilsástand (9-5 nálgunin á vísindi) er bara boring. Já, við Væla hljótum að vera skyldar!

Engin ummæli: