mánudagur, janúar 17, 2005

Jibbí skvibbí!

Mikið að halda upp á í dag:

1. Erna vinkona í NYC á afmæli, alltaf 29 ára. Til hamingju, mín kæra!!!

2. Tíu sentimetra jafnfallinn jólasnjór úti og stöðugt bætist við. Ekki spurning hvar moi verður í kvöld, að rúlla niður brekkurnar á Grískatindi.

3. Alveg að verða búin með yfirferðina á HÍ-efnafræðinni minni (er reyndar að lesa læknanáms-efnafræðibók sem ég stal af frænda mínum og ekki Mahan & Meyers-viðbjóðinn sem var notaður í efnafræðinni hans Braga í HÍ) og hef komist að því að efnafræði er ÓGEÐSLEGA skemmtileg, ekki bara til að leysa jarðfræðileg viðfangsefni heldur líka bara per se.

4. Verkefnið mitt er að smella saman í hausnum á mér. Ekki alveg komið enn en þetta er allt að gera sig. Er núna að útbúa fyrirlestur fyrir míní-ráðstefnu sem verður haldin á föstudaginn hér við deildina, þar höldum við framhaldsnemendurnir fyrirlestra fyrir hvort annað og prófessorana og segjum frá verkefnunum okkar. Það virkar fínt að nota svona fyrirlestra-semjitíma til að koma reglu á hlutina og fá yfirsýn yfir það sem maður (kona) ætlar að gera.

5. Frekari hvati til að fá yfirsýn: Umsóknarfrestir um styrki eru að renna út svo ég nota mér skriðþungann frá fyrirlestrinum til að skrifa þessar umsóknir. Allt þetta er líka fyrirtaks tækifæri til að undirbúa sig fyrir prófið mikla eftir rúma viku.

6. Undirbúningur fyrir styrkumsóknaskrif felur m.a. í sér að kanna flugfargjöld til Filippseyja og verð á bílaleigubílum og gistingu þar í landi. Stefnum sem sagt á að halda til SA-Asíu í sumar að ná í sýni. Þetta getur náttla allt breyst á einu augabragði en það er ekki leiðinlegt að láta sig dreyma...

7. Bara, gaman að vera til :)

Engin ummæli: