Mér var sagt um daginn þegar ég var að kaupa mér kaffi og ristaða beyglu með rjómaosti úti í beyglusjoppu að ég hafi sést sem statisti í Life Aquatic. Ég á mér sem sagt tvífara. Vei!
Sem minnir mig á að ég sá Jude Law á leiðinni til NYC á gamlársdag. Eða þannig. Ég var á bílastæði við risastóra veitingastaðaþyrpingu einhvers staðar á vegi 17 og þegar mér var litið á bílstjórann í jeppanum við hliðina á mér missti ég bara alveg legvatnið. Ofursjarmörinn Jude, í prófíl, að spjalla í símann. OMG. Svo leit hann í áttina til mín og ég hélt ég myndi bara alveg missa mig, en alas, þá var þetta ekki himself. Hvað ætti Jude Law svo sem að vera að gera e-s staðar í upstate New York á gamlársdag? Ég bara spyr.
laugardagur, janúar 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli