mánudagur, janúar 10, 2005

Minnisglöp

Núna er heldur betur farið að styttast í að systir mín hún Lára fari til Nýja Sjálands þar sem hún ætlar að vera skiptinemi í eitt ár. Ég fór af því tilefni að reyna að njósna á Internetinu um hin þrjú sem fóru með mér til Bólivíu á sínum tíma. Komst þá að því mér til skelfingar að ég man m.a.s. ekki hvað þau heita fullu nafni! Ragna (held reyndar ég sé með hana Rögnu á hreinu þó ég sé ekki alveg viss), Helga og Gósi... hvað svo?!?!? ARG!

Engin ummæli: