þriðjudagur, mars 08, 2005

Íþaka - Reykjavík

Einhvern veginn hélt ég að rúma 400 km frá næsta úthafi ríkti meginlandsloftslag. Því er samt bara alls ekki að heilsa. Undanfarnar vikur hefur verið margra stiga frost hér, svo um helgina varð bara hlýtt og í gær var 10 stiga hiti í Íþöku. Í morgun vöknuðu svo bæjarbúar með bílana sína kyrfilega frosna í klakabrynju og tommu af nýföllnum snjó á jörðu. Þetta er bara eins og í borginni við sundin.

Nýjustu fregnir herma að einhver hafi sett hálftugginn hákarlsbita ofan í blómapott hjá Hrönnsu. Skamm!

Engin ummæli: