þriðjudagur, mars 01, 2005

Ekki heima

Það er alla vega alveg klárt að ekki er það lesefni dagsins sem vekur mér vellíðan: Sundquist að leiða út alls konar K og T og C^-1 og aðra fylkja-viðurstyggð, allt tekið úr e-m pappír eftir einn mesta jarðefnafræðing samtímans sem átti því óláni að fagna að vera pedófíl. Huggulegt. Ekki það að p-fílían hafi mikið verið að þvælast fyrir blessuðum manninum á rannsóknastofunni, en samt óspennandi tilhugsun.

Sem minnir mig á, ég var um daginn að lesa grein um áhrif mosans og hníptu heiðablómanna uppi við Skorravatn á veðrun grjóts. Greinin, sem var rituð 1997, er eftir konu og mjög frægan prófessor sem ég ályktaði að hefði verið leiðbeinandinn hennar. Í e-u prókrastinasjónar-kasti fletti ég konunni upp á gúggli og fyrsta hittið: Minningargrein um þessa ágætu konu, nýbakaðan aðstoðarprófessor í jarðefnafræði við e-n háskóla í miðríkjunum, sem lést í mótorhjólaslysi nálægt heimili foreldra sinna.

Hmmm... ætti kannski ekki að verða jarðefnafræðingur...

Engin ummæli: