mánudagur, maí 07, 2007

Uppljóstrun dagsins

Fylgdi fordæmi tölvuóða tónskáldsins og tók prófið:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 12.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 50%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 38%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 60%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Íslandshreyfingarinnar!

Þessar niðurstöður koma lítt á óvart... nema þá kannski stuðningurinn við Framsókn... á dauða mínum átti ég von.

Gaman líka að því að ég fæ nánast sömu niðurstöður og tónskáldið. Það er bara vel við hæfi þar sem það var jú á æskuheimili hennar sem ég fór fyrst að spá í stjórnmál... þá sirka 5 ára.

2 ummæli:

Móðir, kona, meyja sagði...

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 56.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 24%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%

Stuðningur við Framsókn stórkostlega ofmetinn

Herdis sagði...

Jeremías minn, þú ert enn meiri kommi en ég!