Já. Alveg rétt. Ég ætlaði að kvarta undan fólki í dag. Þannig er að umsóknarfresturinn í alveg voðalega spennandi háskóla úti í Amríggu rennur út á föstudaginn. Ég er löngu spöngu tilbúin með öll gögn, nema eitt einasta meðmælabréf sem meðmælandinn á eftir að skila til mín í innsigluðu umslagi. Bréfið þarf nebbla að fara til háskólans með öllum hinum umsóknargögnunum mínum. Ég er búin að senda þessum meðmælanda tvo tölvupósta að ýta á eftir bréfinu og reyndi svo að hringja í viðkomandi í dag, og ekki svarar. Hvenær fæ ég helv. bréfið?? Skilur manneskjan ekki að hún er búin að hafa rúma tvo mánuði til að græja þetta og að vegna seinagangsins þarf ég að borga tæpan 4000 kall í FedEx (Fed up and exhausted, muniði?) sendingu í stað þess að sleppa með 265 kall á póstinum?!? Það besta er að þessi skóli býður meðmælendum að skila meðmælum á Netinu en þessi meðmælandi vildi það ekki, því ef þetta væri á gamla góða pappírsforminu væri síður hætta á að þetta gleymdist!
Annað viðlíka keis er í uppsiglingu, nema hvað í þeim skóla er umsóknarfresturinn 15. janúar. Vonandi að sá meðmælandi (nei, þetta er ekki sama manneskjan í þessum tveimur tilfellum) verði aðeins sneggri að svara endalausum ítrekunum mínum. Annars er það bara enn ein FedEx sendingin. Eins gott ég fékk Fulbright-styrkinn, segi ég nú bara!
mánudagur, desember 30, 2002
sunnudagur, desember 29, 2002
Á bloggnum þeirra Ernu og Mödda er mikið rætt um femínisma þessa dagana. Þetta snertir mig ekki jafnmikið og ýmislegt annað óréttlæti heimsins, t.d. það hvernig Ingibjörgu Sólrúnu er bolað út úr borgarstjórastól (ÞAÐ er mál fyrir femínista), en engu að síður er allt í lagi að taka þátt í umræðunni:
Mega kallarnir gefa okkur konum nærföt í jólagjöf? Ég sé ekki að sú kona sem er ánægð með e-ar blúndur frá kallinum sínum sé lélegur femínisti. Í mínum huga koma blúndur femínisma næsta lítið við, hrífist konan á annað borð af þeim og finnist þær fallegar. Það að vera femínisti í mínum augum er að vera stolt af því að vera kona og krefjast þess að njóta virðingar og jafnréttis, og það er svo sannarlega hægt að gera þó kallinn gefi manni blúndur í jólagjöf. Auðvitað eru til karlrembur sem álíta að eina hlutverk eiginkvenna þeirra sé að vera sætar og vel tilhafðar, elda góðan mat og vera góðar í rúminu. Í blúndunærfötunum frá þeim. Út frá þessu skil ég punkt Ernu þar sem hún talar um að "besta gjöf sem hægt sé að gefa konu sé tækifæri til að finnast hún vera sexý, fyrir bóndann". Þessar konur gera líklega lítið fyrir femínismann og minna fyrir sjálfar sig sem þenkjandi verur. Enda, því miður, ekki hægt að ganga að því sem vísu að allar konur séu þenkjandi verur. Þaðan af síður allir karlmenn.
Hvaða fuss er þetta um e-ar nærjur í jólapakkanum? Hvaða hlutverki eru þær taldar gegna í þessu sambandi? Jú, að gera dömuna meira sexý. Og femínistarnir draga þá ályktun að konan viti ekkert verra en að þurfa að vera sexý fyrir kallinn sinn (þennan sveitta, loðna og andfúla sem krefst réttar síns tvisvar í viku??). Konan er svo miklu meira en bara kynvera, eins og Erna bendir réttilega á, og því er það argasta móðgun við hana að minna hana á það hlutverk. Ilmvatn? Silkiblússa? Og þar sem femínisminn krefst jafnréttis geri ég ráð fyrir að konur verði að hegða sér jafnvel og þær krefjast að karlarnir geri: Má konan gefa kallinum sínum nýja Armani rakspírann? Eða þennan þarna frá Dior, sem er svo geðveikt góður að hún kiknar alltaf í hnjáliðunum yfir lyktinni? Nei ó nei. Ekkert sem minnir á hlutverk mannsins sem kynveru. Ekki silkiboxers, og alls ekki g-streng. Óver mæ dedd!
Hvaða bull er þetta? Konur eru helmingur mannkyns og hafa jafnmargar og misjafnar skoðanir og þær eru margar. Sumar yrðu eflaust arfavitlausar ef þær drægju blúnduvirki með spöngum og græjum upp úr jólapakkanum frá kallinum. Aðrar alveg hæstánægðar. Aðrar einhvers staðar á milli. Mestu máli skiptir að kallinn viti, svo hann risíkeri ekki sambandsslitum. Þær sem fíla þetta, eða halda að þær fíli þetta, ættu kannski að skoða í hugskot sitt og athuga AF HVERJU þær eru svona ánægðar með sexý settið. Er það af því þeim finnst þær ekki hafa neinu merkilegri hlutverki að gegna í lífinu en að vera snotrar fyrir kallinn? Eða er það af því þær eru svo miklar kynverur að þær fá sitt kikk út úr því að vera í æsandi nærfötum upp á hvern einasta dag og eiga aldrei nógu mörg? Og þær sem finnst þetta fáránlegt, af hverju finnst þeim það? Af því einhver doktrína sem þær aðhyllast segir að þetta SÉ hallærilegt, sama hvað einstaklingnum finnst? Eða af því þeim finnst blúndur einfaldlega ljótar?
Sjálf álít ég mig femínista. Mikinn femínista. Ég hlusta ALDREI aftur á X-ið, þó ár og dagur séu liðin síðan auglýsingarnar hættu: "X-ið. Fyrir stelpur sem kyngja". Ég horfi aldrei á MTv og aðrar stöðvar þar sem mishæfileikaríkar og/eða -snauðar konur dilla sér berrassaðar í fanginu á köllunum, vitandi að það er svo til eina leiðin til að ná frama í heimi þar sem karlarnir eru yfirleitt allir of feitir og kappklæddir, í herfilega ljótum og óæsandi druslum. Cosmo og Glamour og viðlíka rusl les ég ekki, nema mig langi í þunglyndiskast. Samt finnst mér voða næs að eiga sæt nærföt og fer m.a.s. stundum í þau alveg af tilefnislausu. Enda ung og ólofuð stúlkan, og þarf ekki að klæða mig uppá fyrir þennan sveitta, loðna og andfúla tvisvar í viku. Bara fyrir sjálfa mig. Alveg eins og Stína sagði; sexí fyrir okkur sjálfar, í kommentunum á póstinn hjá Ernu. Það er ekki þversögn. Stundum langar okkur bara að vera svoldið sexý. Sama þótt enginn annar sjái :)
Mega kallarnir gefa okkur konum nærföt í jólagjöf? Ég sé ekki að sú kona sem er ánægð með e-ar blúndur frá kallinum sínum sé lélegur femínisti. Í mínum huga koma blúndur femínisma næsta lítið við, hrífist konan á annað borð af þeim og finnist þær fallegar. Það að vera femínisti í mínum augum er að vera stolt af því að vera kona og krefjast þess að njóta virðingar og jafnréttis, og það er svo sannarlega hægt að gera þó kallinn gefi manni blúndur í jólagjöf. Auðvitað eru til karlrembur sem álíta að eina hlutverk eiginkvenna þeirra sé að vera sætar og vel tilhafðar, elda góðan mat og vera góðar í rúminu. Í blúndunærfötunum frá þeim. Út frá þessu skil ég punkt Ernu þar sem hún talar um að "besta gjöf sem hægt sé að gefa konu sé tækifæri til að finnast hún vera sexý, fyrir bóndann". Þessar konur gera líklega lítið fyrir femínismann og minna fyrir sjálfar sig sem þenkjandi verur. Enda, því miður, ekki hægt að ganga að því sem vísu að allar konur séu þenkjandi verur. Þaðan af síður allir karlmenn.
Hvaða fuss er þetta um e-ar nærjur í jólapakkanum? Hvaða hlutverki eru þær taldar gegna í þessu sambandi? Jú, að gera dömuna meira sexý. Og femínistarnir draga þá ályktun að konan viti ekkert verra en að þurfa að vera sexý fyrir kallinn sinn (þennan sveitta, loðna og andfúla sem krefst réttar síns tvisvar í viku??). Konan er svo miklu meira en bara kynvera, eins og Erna bendir réttilega á, og því er það argasta móðgun við hana að minna hana á það hlutverk. Ilmvatn? Silkiblússa? Og þar sem femínisminn krefst jafnréttis geri ég ráð fyrir að konur verði að hegða sér jafnvel og þær krefjast að karlarnir geri: Má konan gefa kallinum sínum nýja Armani rakspírann? Eða þennan þarna frá Dior, sem er svo geðveikt góður að hún kiknar alltaf í hnjáliðunum yfir lyktinni? Nei ó nei. Ekkert sem minnir á hlutverk mannsins sem kynveru. Ekki silkiboxers, og alls ekki g-streng. Óver mæ dedd!
Hvaða bull er þetta? Konur eru helmingur mannkyns og hafa jafnmargar og misjafnar skoðanir og þær eru margar. Sumar yrðu eflaust arfavitlausar ef þær drægju blúnduvirki með spöngum og græjum upp úr jólapakkanum frá kallinum. Aðrar alveg hæstánægðar. Aðrar einhvers staðar á milli. Mestu máli skiptir að kallinn viti, svo hann risíkeri ekki sambandsslitum. Þær sem fíla þetta, eða halda að þær fíli þetta, ættu kannski að skoða í hugskot sitt og athuga AF HVERJU þær eru svona ánægðar með sexý settið. Er það af því þeim finnst þær ekki hafa neinu merkilegri hlutverki að gegna í lífinu en að vera snotrar fyrir kallinn? Eða er það af því þær eru svo miklar kynverur að þær fá sitt kikk út úr því að vera í æsandi nærfötum upp á hvern einasta dag og eiga aldrei nógu mörg? Og þær sem finnst þetta fáránlegt, af hverju finnst þeim það? Af því einhver doktrína sem þær aðhyllast segir að þetta SÉ hallærilegt, sama hvað einstaklingnum finnst? Eða af því þeim finnst blúndur einfaldlega ljótar?
Sjálf álít ég mig femínista. Mikinn femínista. Ég hlusta ALDREI aftur á X-ið, þó ár og dagur séu liðin síðan auglýsingarnar hættu: "X-ið. Fyrir stelpur sem kyngja". Ég horfi aldrei á MTv og aðrar stöðvar þar sem mishæfileikaríkar og/eða -snauðar konur dilla sér berrassaðar í fanginu á köllunum, vitandi að það er svo til eina leiðin til að ná frama í heimi þar sem karlarnir eru yfirleitt allir of feitir og kappklæddir, í herfilega ljótum og óæsandi druslum. Cosmo og Glamour og viðlíka rusl les ég ekki, nema mig langi í þunglyndiskast. Samt finnst mér voða næs að eiga sæt nærföt og fer m.a.s. stundum í þau alveg af tilefnislausu. Enda ung og ólofuð stúlkan, og þarf ekki að klæða mig uppá fyrir þennan sveitta, loðna og andfúla tvisvar í viku. Bara fyrir sjálfa mig. Alveg eins og Stína sagði; sexí fyrir okkur sjálfar, í kommentunum á póstinn hjá Ernu. Það er ekki þversögn. Stundum langar okkur bara að vera svoldið sexý. Sama þótt enginn annar sjái :)
föstudagur, desember 27, 2002
Jólin hafa bara verið ágæt. Alltaf gaman að þeim.
Margir fórna höndum yfir óförum mínum og dæsa yfir þessari tímasetningu minni; að ég hefði nú varla getað fundið verri tíma til að brjóta mig á. Ég er þessu alfarið ósammála, svona að fenginni reynslu. Í fyrsta lagi: Fólk er í jólafríi og því þarf ég ekki að fá óhóflegt samviskubit yfir að biðja ættingja að skutla mér hingað og þangað, koma að sækja mig í boðin og jafnvel kaupa með mér í matinn. Í öðru lagi eru jólaboð til hægri og vinstri, þar næ ég að hitta velflesta ættingjana og einnig vini og fæ því miklar samúðarbylgjur alls staðar að, í miklu meira magni en ella. Í þriðja lagi get ég sofið fram undir hádegi og setið uppi í sófa restina af deginum, hálfdottandi með maltesín, súkkulaði og bók í fanginu, og borið fyrir mig einhverju öðru en leti og skammdegi. Ynndælt.
Annars er það helst að frétta, fyrir utan útgöngubann í Betlehem og fleiri skemmtilegheit, að ég er komin í göngugips úr plasti sem er svo hart að ég gæti rotað naut með því (hvað eru hjúkkurnar uppi á endurkomu að bauka í frítímanum??) og verð í því fram í lok janúar. Það er aðeins minna um sig en þrýstiumbúðirnar sem ég var í, svo nú eygi ég von um að komast í önnur föt en víðustu buxurnar mínar og pils. Að auki sjást táslurnar mínar betur núna, svo ég get fylgst betur með því hvernig marið þróast. Í fyrradag voru tærnar blásvartar, í gær meira út í fjólublátt og núna er komin svoldil gulgræn slikja yfir herlegheitin. Hver þarf sjónvarp þegar tær sem skipta litum bjóðast, og engin hætta á að fá fúla innheimtumenn óvelkomna í heimsókn?
Margir fórna höndum yfir óförum mínum og dæsa yfir þessari tímasetningu minni; að ég hefði nú varla getað fundið verri tíma til að brjóta mig á. Ég er þessu alfarið ósammála, svona að fenginni reynslu. Í fyrsta lagi: Fólk er í jólafríi og því þarf ég ekki að fá óhóflegt samviskubit yfir að biðja ættingja að skutla mér hingað og þangað, koma að sækja mig í boðin og jafnvel kaupa með mér í matinn. Í öðru lagi eru jólaboð til hægri og vinstri, þar næ ég að hitta velflesta ættingjana og einnig vini og fæ því miklar samúðarbylgjur alls staðar að, í miklu meira magni en ella. Í þriðja lagi get ég sofið fram undir hádegi og setið uppi í sófa restina af deginum, hálfdottandi með maltesín, súkkulaði og bók í fanginu, og borið fyrir mig einhverju öðru en leti og skammdegi. Ynndælt.
Annars er það helst að frétta, fyrir utan útgöngubann í Betlehem og fleiri skemmtilegheit, að ég er komin í göngugips úr plasti sem er svo hart að ég gæti rotað naut með því (hvað eru hjúkkurnar uppi á endurkomu að bauka í frítímanum??) og verð í því fram í lok janúar. Það er aðeins minna um sig en þrýstiumbúðirnar sem ég var í, svo nú eygi ég von um að komast í önnur föt en víðustu buxurnar mínar og pils. Að auki sjást táslurnar mínar betur núna, svo ég get fylgst betur með því hvernig marið þróast. Í fyrradag voru tærnar blásvartar, í gær meira út í fjólublátt og núna er komin svoldil gulgræn slikja yfir herlegheitin. Hver þarf sjónvarp þegar tær sem skipta litum bjóðast, og engin hætta á að fá fúla innheimtumenn óvelkomna í heimsókn?
mánudagur, desember 23, 2002
Svei mér þá alla daga, ef ég er ekki einn misskildasti snillingur sögunnar.
Ég var að þrífa loftbitana inni í eldhúsi í gær, til að koma blauta þvottinum mínum einhvers staðar fyrir. Það gekk vel, drullan fauk af í flyksum, og þar kom að ég ákvað að skoða nú hvað þetta væri fínt hjá mér. Stíg ég því upp á koll og ætla að teygja mig upp í þær hæðir að ég geti séð dýrðina. Ó vei, kollurinn minn er ekki byggður eftir sænskum gæðastöðlum, er þ.a.l. valtur eins og sauðdrukkinn Íslendingur og valt að sjálfsögðu undan mér. Ég lenti með hávaða og látum og einhverjum ópum á gólfinu, eftir að hafa rekið hægri fótinn alltof fast í setuna á stólnum sem stóð þarna við hliðina á. Þetta var svoldið vont, og þegar ég fór úr sokkunum sá ég að ristin á mér var afmynduð í meira lagi.
Umsvifalaust hringdi ég í björgunarsveitina, aka pabba og Siggu. Þau komu sem hendi væri veifað og transporteruðu mig upp á slysó. Þar beið ég með sífellt stærri rist og varð m.a. vitni að dópista læsa sig inni á klósetti og vera svo fjarlægður í lögreglufylgd þar sem hann reyndist vera vopnaður. Aksjón á slysó! Loks kom að mér, og eftir röntgen var það orðið deginum ljósara að fyrsta beinbrot mitt var í höfn. Ysta ristarbeinið tvíbrotið og næsta f. innan brotið á einum stað. Jibbí!!
Ég verð að segja að mér finnst þetta bráðfyndið. Í fyrsta lagi á ég eftir að kaupa svo að segja allar jólagjafirnar. Í öðru lagi var ég í þröngu gallabuxunum mínum og gat valið á milli þess að vera í þeim og láta klippa þær í sundur eða fá lánaðar gammosíur frá Þvottahúsi spítalanna, ætlaðar eldri korpúlent herrum sem í einstaka tilfellum þyrftu kannski að hafa bleyju sér til halds og trausts. Mér þykir vænt um Levi´s buxurnar mínar og þáði herramúnderinguna, tjúllað smart. Nú, í þriðja lagi á ég enn eftir að vinna smá feltvinnu í Helgafellinu og bið og vona að rúllustiginn upp fjallið verði tilbúinn áður en það fer að snjóa.
Ég var að þrífa loftbitana inni í eldhúsi í gær, til að koma blauta þvottinum mínum einhvers staðar fyrir. Það gekk vel, drullan fauk af í flyksum, og þar kom að ég ákvað að skoða nú hvað þetta væri fínt hjá mér. Stíg ég því upp á koll og ætla að teygja mig upp í þær hæðir að ég geti séð dýrðina. Ó vei, kollurinn minn er ekki byggður eftir sænskum gæðastöðlum, er þ.a.l. valtur eins og sauðdrukkinn Íslendingur og valt að sjálfsögðu undan mér. Ég lenti með hávaða og látum og einhverjum ópum á gólfinu, eftir að hafa rekið hægri fótinn alltof fast í setuna á stólnum sem stóð þarna við hliðina á. Þetta var svoldið vont, og þegar ég fór úr sokkunum sá ég að ristin á mér var afmynduð í meira lagi.
Umsvifalaust hringdi ég í björgunarsveitina, aka pabba og Siggu. Þau komu sem hendi væri veifað og transporteruðu mig upp á slysó. Þar beið ég með sífellt stærri rist og varð m.a. vitni að dópista læsa sig inni á klósetti og vera svo fjarlægður í lögreglufylgd þar sem hann reyndist vera vopnaður. Aksjón á slysó! Loks kom að mér, og eftir röntgen var það orðið deginum ljósara að fyrsta beinbrot mitt var í höfn. Ysta ristarbeinið tvíbrotið og næsta f. innan brotið á einum stað. Jibbí!!
Ég verð að segja að mér finnst þetta bráðfyndið. Í fyrsta lagi á ég eftir að kaupa svo að segja allar jólagjafirnar. Í öðru lagi var ég í þröngu gallabuxunum mínum og gat valið á milli þess að vera í þeim og láta klippa þær í sundur eða fá lánaðar gammosíur frá Þvottahúsi spítalanna, ætlaðar eldri korpúlent herrum sem í einstaka tilfellum þyrftu kannski að hafa bleyju sér til halds og trausts. Mér þykir vænt um Levi´s buxurnar mínar og þáði herramúnderinguna, tjúllað smart. Nú, í þriðja lagi á ég enn eftir að vinna smá feltvinnu í Helgafellinu og bið og vona að rúllustiginn upp fjallið verði tilbúinn áður en það fer að snjóa.
miðvikudagur, desember 18, 2002
mánudagur, desember 16, 2002
Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla
Hvað er Stína eiginlega að gera í vinnunni, fyrst hún má endalaust vera að því að taka þessi hallærislegu próf?!?!?
sunnudagur, desember 15, 2002
Svei mér þá ef jarðfræðin eru ekki farin að hafa slæm áhrif á heilabúið mitt.
Í gærkvöldi var ég að horfa á "Blue Hawaii" með kónginum Ella sprella hjá Fanneyju vinkonu minni. Kóngurinn dansaði af miklum móð í sandinum á ströndinni ásamt föngulegum yngismeyjum og tyggjandi brosmildum Hawaii-bangsum, og gerðist Elli m.a.s. svo kræfur að þeyta sandi yfir myndavélina; enda mikill rebel eins og allir vita. Þetta stuð hafði einhverra hluta engin áhrif á mig eða mína veru, þess í stað varð ég afar forvitin að sjá lífförin sem svona dansiball mundi mynda í sandinum. Sem þýðir: Ef ég bíð í nokkur milljón ár og kem svo aftur á hawaiisku ströndina þar sem tjúttið fór fram og sé þar fallega sandsteinskletta, hvernig get ég þá séð, út frá alls konar byggingareinkennum í sandinum (skálögun etc.), hvar nákvæmlega Elli og Co. voru að tjútta?
Þetta heitir á dönsku að vera "fagskadet", sagði Fanney mér.
Í gærkvöldi var ég að horfa á "Blue Hawaii" með kónginum Ella sprella hjá Fanneyju vinkonu minni. Kóngurinn dansaði af miklum móð í sandinum á ströndinni ásamt föngulegum yngismeyjum og tyggjandi brosmildum Hawaii-bangsum, og gerðist Elli m.a.s. svo kræfur að þeyta sandi yfir myndavélina; enda mikill rebel eins og allir vita. Þetta stuð hafði einhverra hluta engin áhrif á mig eða mína veru, þess í stað varð ég afar forvitin að sjá lífförin sem svona dansiball mundi mynda í sandinum. Sem þýðir: Ef ég bíð í nokkur milljón ár og kem svo aftur á hawaiisku ströndina þar sem tjúttið fór fram og sé þar fallega sandsteinskletta, hvernig get ég þá séð, út frá alls konar byggingareinkennum í sandinum (skálögun etc.), hvar nákvæmlega Elli og Co. voru að tjútta?
Þetta heitir á dönsku að vera "fagskadet", sagði Fanney mér.
fimmtudagur, desember 05, 2002
Today was in most respects a normal day. Not in every respect, though: The most popular thing to do here at my workplace in the hours around lunch was to watch the struggle of the rescue squads. They´d been summoned to rescue a roof the wind was about to tear with it. I waited breathlessly for someone to be blown off the roof, but miraculously that didn´t happen. And the roof survived.
Courtesy of Barry Lopez
From the chapter on migration in "Arctic Dreams":
"I came to think of the migrations as breath, as the land breathing. In spring a great inhalation of light and animals. The long-bated breath of summer. And an exhalation that propelled them all south in the fall."
"... all migration is not strictly north and south, ... animals are experimenters, pushing at the bounds of their familiar areas in response to changes in their environment. Nothing is ever quite fixed for them. One afternoon a man in Nome remarked that the bowhead migration through Bering Strait was "late this year." It was not really "late" of course, but only part of an arrangement that differs slightly from year to year. They are not on our schedules. Their appointments are not solely with us."
"Animals move more slowly than beta particles, and through a space bewildering larger than that encompassed by a cloud of electrons, but they urge us, if we allow them, toward a consideration of the same questions about the fundamental nature of life, about the relationships that bind forms of energy into recognizable patterns."
I wish I could forget everything in the book, because then I´d be able to devour it again for the first timeI
From the chapter on migration in "Arctic Dreams":
"I came to think of the migrations as breath, as the land breathing. In spring a great inhalation of light and animals. The long-bated breath of summer. And an exhalation that propelled them all south in the fall."
"... all migration is not strictly north and south, ... animals are experimenters, pushing at the bounds of their familiar areas in response to changes in their environment. Nothing is ever quite fixed for them. One afternoon a man in Nome remarked that the bowhead migration through Bering Strait was "late this year." It was not really "late" of course, but only part of an arrangement that differs slightly from year to year. They are not on our schedules. Their appointments are not solely with us."
"Animals move more slowly than beta particles, and through a space bewildering larger than that encompassed by a cloud of electrons, but they urge us, if we allow them, toward a consideration of the same questions about the fundamental nature of life, about the relationships that bind forms of energy into recognizable patterns."
I wish I could forget everything in the book, because then I´d be able to devour it again for the first timeI
mánudagur, desember 02, 2002
Alex visited today, as she sometimes does. She was working here full-time before she had little Líney Inga, and if it weren´t for her maternity leave she and I would be working together, with nothing but a thin wall separating us. Oh, that would be nice!!
She brought her Líney with her. That girl is a real charm troll, as we say in Iceland, smiling to everyone and not complaining at all if someone else holds her. I got to hold her and show her some of the mysteries of my computer screen (which, btw, has been fluorescent yellow-green all day, making me slightly nauseatic...), warned by her mom about the imminent possibility of her throwing up. I certainly did not think so, why would that gorgeous little baby girl throw up on me?!? So I babbled with her, rather absorbed in some feature of a map I was drawing, and the next time I look at her, which must have been no more than 30 seconds after I got her on my lap, she was sporting a whitish slimy trail of vomit down her cute red apron, with the trail extending down onto my cardigan and my soldier´s pants.
The thing that amazes me here is the sheer elegance of the scene. If I vomit, noone in a radius of a few hundred meters can help noticing it. When little Líney does the same noone notices, not even me, holding her on my lap. From now on I´m taking Líney as my role model.
She brought her Líney with her. That girl is a real charm troll, as we say in Iceland, smiling to everyone and not complaining at all if someone else holds her. I got to hold her and show her some of the mysteries of my computer screen (which, btw, has been fluorescent yellow-green all day, making me slightly nauseatic...), warned by her mom about the imminent possibility of her throwing up. I certainly did not think so, why would that gorgeous little baby girl throw up on me?!? So I babbled with her, rather absorbed in some feature of a map I was drawing, and the next time I look at her, which must have been no more than 30 seconds after I got her on my lap, she was sporting a whitish slimy trail of vomit down her cute red apron, with the trail extending down onto my cardigan and my soldier´s pants.
The thing that amazes me here is the sheer elegance of the scene. If I vomit, noone in a radius of a few hundred meters can help noticing it. When little Líney does the same noone notices, not even me, holding her on my lap. From now on I´m taking Líney as my role model.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)