Detti mér allar dauðar...
Sem barn hataði ég tannlækna meira en allt annað samanlagt, þar með talið skrímslið sem bjó undir rúminu mínu. En ekki lengur, ekki eftir sörpræs-tannsaferð aldarinnar hér áðan.
Fór sem sagt til tannlæknisins áðan til að láta meta stöðuna svona rétt fyrir brottför. Hafði reyndar verið hjá henni á fimmtudaginn að láta gera akútt-viðgerð á einni sem brotnaði úti á Barða. Sú reyndist "bara" vera skemmd og það svo hressilega að hluti af tönninni hafði brotnað burtu. Kannski ekki skrýtið, því tannþráðurinn minn fer oftar til Kanaríeyja en í heimsókn milli tannanna (hei, er að stela þessu úr norskri tannlæknaauglýsingu, fuss...). Enívei, svo mæti ég í dag og var alveg í huganum búin að skrapa saman svona 100 (þús) kalli til að spandara í viðgerðir. En, viti menn, kókdrykkjan og lakkrísátið á Svalbarða í sumar hafa greinilega alveg verið að skila sér því ég er ekki með EINA EINUSTU skemmd lengur. Ekki eina. Geri aðrir betur.
Hins vegar læt ég þetta (nýfengna) tannheilbrigði mitt ekki hindra mig í því að láta rífa úr mér þessa tvo endajaxla sem eftir eru. Það verður gert í fyrramálið og sem áhugamanneskja um tannlæknisfræði og munnholsaðgerðir ætla ég sko ekki að láta mig vanta!!
mánudagur, ágúst 11, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli