Komin a klakann, svaka fint veður í dag. Passar vel að gerast blóðheit í góða veðrinu, ég trylltist alveg í örstuttu samtali við ameríska sendiráðið áðan:
"Nei, þú VERÐUR að koma í viðtal. Einmitt, koma með skjölin milli 8 og 10, svo mæta tíu til að panta tima í viðtal. Já, þú þarft þá bara að gera ráð fyrir að vera mestan hluta morgunsins hér. Nei, venjuleg passamynd dugar ekki, hún VERÐUR að vera 5x5 cm. Kva meinaru að það sé svo dýrt, þú bara ferð til ljósmyndara... segir hann að það kosti 5000 kall? Ja... sko, ljós bakgrunnur, þú verður að snúa alveg fram, og hausinn á þér verður að dekka 50% af yfirborði myndarinnar. Nei, við getum ekki tekið myndir á rafrænu formi...tja, þú getur reynt að koma með mynd prentaða út úr tölvunni og athugað hvort hún sé nógu góð..."
Sem sagt: Skila inn eyðublaði DS-2019, sem ég fyllti út f. löngu síðan, svo var það sent til BNA og fyllt út aftur af e-i konu þar og svo sent aftur hingað svo ég geti farið með það í sendiráðið . Fylla út og skila inn eyðublöðum DS-156 (þar sem ég m.a. staðfesti að ég hafi hvorki verið vændiskona, ólöglegur innflytjandi í BNA né þátttakandi í þjóðarmorði) og DS-158 (þar sem m.a. Markús Þór vinur minn gefur kost á sér til að staðfesta þær upplýsingar sem ég hef látið í té um sjálfa mig). Koma um leið með passamynd í Hinni Guðlegu Dimensjón 5x5 cm (eins og allir vita breytist ég í allt aðra manneskju á myndum sem eru ekki í Hinni Guðlegu Dímensjón), og sjálfa mig, svo sendiráðsstarfsmenn geti fengið að njóta samvista við mig heilan morgun.
Nú, og svo ætla ég að skila inn femínískri kvörtun: Eyðublað DS-157 þurfa og mega einungis karlmenn á aldrinum 16-45 fylla út og skila inn. Fíííí, eins og konur geti ekki rænt flugvélum líka!?!?!?!?!!!
föstudagur, ágúst 01, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli