mánudagur, febrúar 26, 2007

Galæsilegt!

Mikið svakalega er ég sátt við þessa gjörð umhverfisráðherra:

Náttúruverndarlög um friðlýsingu nái til bergtegunda og bergforma

Sem leiðsögukona var ég oft gráti næst yfir öllu fallega grjótinu sem túristarnir mínir ákváðu að hafa með sér heim frá Mývatni, Landmannalaugum og víðar en sem endaði ferðina í ruslatunnu aftan í rútunni á síðasta degi ferðar. Eftir að friðlýsingin nær til bergs líka verður hægastur vandinn að benda fólki á að það sé ekki bara vanhugsað heldur líka bannað með lögum að taka með sér grjót frá friðuðum svæðum. Það er nú svolítið einkennilegt til þess að hugsa að ráðuneytið hafi ekki gert sér grein fyrir verndargildi silfurbergs og hrafntinnu áður, en betra er seint en aldrei!

Að auki ætlar Jónína að veita náttúruverndar- og útivistarsamtökum kæruaðild samkvæmt náttúruverndarlögum. Þetta eru að mínu mati einar bestu fréttir á sviði náttúruverndar í landinu í lengri tíma.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jibbí kóla! Ertu búin að lesa hann Björn B. í dag. Hann er svo hneyxlaður á því að fólk fatti ekki hvað Sjallarnir séu miklir umhverfissinnar...

Herdis sagði...

... hahahaha! Ég skoðaði þetta eftir ábendinguna frá þér. Líka fyndið að Mogginn skuli birta þessa ekki-frétt... alveg eftir þeim, blessuðum.