fimmtudagur, janúar 29, 2004

Bólivíu-nostalgían

Það sem er skemmtilegast við að búa með henni Letitiu er að við förum á S-Ameríkutripp öðru hvoru. Í kvöld erum við búnar að vera að leita að latínó gígalóum á Netinu, eins og t.d. keisinu honum Julio Iglesias. José Luis Perales er annað keis yfirdramatíseringar, en mér finnst hann FRÁBÆR af því hann minnir mig svo á þetta ótrúlega hamingjusama og skemmtilega ár sem ég átti í Bólivíu. Klikkið endilega á hann (linkurinn fer vonandi með ykkur beint á nokkur tóndæmi af plötunni sem var nýkomin út þegar ég fór til Bólivíu) og hlustið á smá sykurleðju í skammdeginu :)

Já, og haldiði ekki að hún Lára systir mín ætli líka sem skiptinemi, líklega til Nýja-Sjálands. Ég er svo stoooooolllllllllllttt af þér, elsku systir!!!!

Engin ummæli: