laugardagur, janúar 17, 2004

Masala movie

var dagskipunin á miðvikudagskveldið. Þá fórum við Deepti út í pakistönsku búðina á Eddygötu og leigðum mest sóttu indversku bíómynd allra tíma, Dilwale Dulhania Le Jayenge. Mig hafði þvílíkt langað að sjá þessa mynd í átta ár, alveg síðan Erna vinkona fór í Indlandsferðina sína og kom heim með ótrúlegar sögur af óendanlegum bíómyndum þar sem allir dönsuðu og sungu og ástin sigraði að lokum eftir æsilega baráttu við hið illa. Hún spilaði líka fyrir mig tónlistina úr myndinni, uppfulla af stórkostlegum skrækum kvenröddum og seiðandi mali í karlinum á bakvið. Heillandi? Algjörlega!

Og það er skemmst frá því að segja að myndin er frábær. Mæli með henni, hiklaust. Hér er stefnt að fleiri masala-kveldum, I´ll keep you posted.

Engin ummæli: