fimmtudagur, janúar 29, 2004

Nörd!!!

Oh, ég er svo mikill nörd: Í fyrirlestrinum/umræðutímanum áðan fannst mér svo gaman að ég get á köflum varla setið kyrr. Litla jarðfræðihjartað mitt alveg hamaðist af hamingju yfir að vera að diskútera JARÐFRÆÐI: lögun úthafsskorpunnar sem er að sökkva undir S-Ameríku og af hverju hún er flöt sums staðar en dýfir sér bratt niður annars staðar og hvaða áhrif þetta hefur á eldvirkni og og og. Tjúllað!!! Líf-jarðefnafræði er alveg 100% ekki fyrir mig, það er næsta augljóst. Leiðbeinandinn minn virðist ná þeim væbum frá mér og er ekkert að pressa á mig að fara út í þá sálma, enda þótt hann sjálfur sé einn sá færasti á því sviði. Næs náungi.

Hann er m.a.s. svo kúl að finnast allt í lagi og ekkert því til fyristöðu að ég taki vísindaheimspeki sem aukafag í doktornum. Mig langar alveg geðveikt til að gera það og er þegar búin að tala við hana Eyju, íslenska konu sem er að klára doktor í heimspeki hér, um hvaða kúrsar gætu verið sniðugir og hvaða prófessor/-um ég gæti unnið með. Fyrir þessu námsvali eru að því er flestir vita engin fordæmi hér við jarðvísindadeildina. Þess vegna er auðvitað löngu kominn tími á að veita smá ferskum anda hingað inn og auðga andann með heimspekilegum umræðum um eðli þekkingarleitar vísindamanna og önnur hræðilega heillandi viðfangsefni. Halelúja :)

Engin ummæli: