fimmtudagur, janúar 29, 2004

Lífið

er alveg að dúndrast af stað á fullu hér í Amríggu. Er skráð í fjóra kúrsa (einn bara í áheyrn, ekki til einkunnar) og kenni verklegt í einum í viðbót, auk þess að ætla að byrja á smá rannsóknavinnu. Vá! Þetta verður ein geðveiki en áreiðanlega miklu skemmtilegri geðveiki en á haustmisserinu. Helstu ástæður: Skemmtilegir (hafa allavega the potential) kúrsar sem skipta máli. Rannsóknavinna, i.e. leita að heitum hverum í Nepal á kortum, í vísindagreinum og víðar og skoða kvarz úr gömlum jarðhitakerfum. Leiðbeinandinn minn er á svæðinu. TA í haffræði, sem var eitt af uppáhaldsfögunum mínum í HÍ. Síðast en ekki síst, útivistarklúbburinn. Gaman gaman!

Engin ummæli: