fimmtudagur, janúar 29, 2004

Snilldin

Fyrir þá sem hafa takmarkaða reynslu af spænsku sykurpoppi læt ég fljóta hér með dulitla íslenska snörun á honum José. Amazon býður upp á diskinn "Hvernig þú getur sungið eins og JLP", mæli með honum fyrir verðandi giggalóa:

Es pronto para dar por un amor la vida - það er fullsnemmt að láta lífið fyrir ástina...

tu me miras no te preocupes no es nada mis pensamientos estaban junto a ti besame ya sabes q por ti daria hoy la vida mirame - þú horfir á mig, ekki hafa áhyggjur, það er allt í lagi, hugsanir mínar voru hjá þér, kysstu mig, þú veist að ég myndi deyja fyrir þig í dag, horfðu á mig...

Sin tu amor me muero. Morir de amor despacio y en silencio sin saber si todo lo q te he dado te llego a tiempo - án ástar þinnar dey ég. Dey hægt og hljóðlaust úr ást án þess að vita hvort allt sem ég gaf þér komst til þín í tæka tíð (hmmm... breyta erfðaskránni??)

tantas tardes de otono pensando en ti y este amor q parte mi universo en dos q llega del olvido hasta mi propia voz y arana mi pasado sin pedir perdon - svo margir haustdagarnir sem ég hugsaði um þig og ástina sem klífur heim minn í tvennt, brýst fram úr gleymskunni og að rödd minni, vefur sér óforskömmuð um fortíðina...

Það sem mér finnst mest sláandi hér er hvað textagerðin er vönduð og efnistök fjölbreytt. Njótið heil.

Engin ummæli: