miðvikudagur, september 29, 2004

Nammi namm

Gasalega eigum eg og hinar stelpurnar sem erum i GIS-tima nuna gott. Her er kominn bokasafnsfraedingur til ad segja okkur fra gagnasafninu sem vid erum ad fara ad nota og thad er ekkert odruvisi en ad madurinn er guddomlegur. Meira svona, takk!

(svo er nattla alltaf sens ad smekk minum hafi hrakad svona mikid eftir langdvalir i landi sjabbiismans... kvur veit?!?!)

þriðjudagur, september 28, 2004

Where it´s at!

Var hér að skipta á skjálftamælunum þegar þessi reið yfir.

Oft má satt kyrrt liggja...

... en ekki núna:

'...did I say that I loathe you?
did I say that I want to
leave it all behind?'

frá Damien

mánudagur, september 27, 2004

Atburðir við vatn

Kannski ekki allir lesendur mínir sem hafa lesið þennan úrvalsþryller. Mæli með honum.

Mín útgáfa er öllu stilltari. Við vorum að fá keibel og ródrönner í húsið við vatnið, þannig að núna er hægt að glápa hér á amrískar sápur daginn út og inn og vera að sörfa á Netinu um leið. Mikil er nú dýrð nútímamenningar.

laugardagur, september 25, 2004

Speki dagsins

53. Lítilla sanda
lítilla sæva
lítil eru geð guma.
Því at allir menn
urðu-t jafnspakir;
half er öld hvar.

sem útleggst sem:

53. Little the sand if little the seas,
little are minds of men,
for ne'er in the world were all equally wise,
'tis shared by the fools and the sage.

í boði Hávamála

föstudagur, september 24, 2004

Blumenstrauss

Seit dem Anfang des Jahrhunderts hat mir niemand - NIEMAND - Blumen geschenkt. Dass geht natürlich nicht, ins besonders wenn man ein dreizig-jähriges Mädel ist. Habe mir deshalb heute selbst einen riesigen Blumenstrauss gekauft. Es war schon höchste Zeit.

Bumper stickers

Aftan á vörubíl sem var fyrir framan mig á leiðinni til baka frá Maryland á sunnudaginn var límmiði sem á stóð:

It's not a choice
It's a child


Fyrst manninum er svona annt um líf nokkurra frumna (sem per se er hið besta mál) er það væntanlega bara tímaspursmál hvenær hann setur næsta límmiða aftan á trukkinn sinn:

He's not just a criminal
He's a human being


Eða hvað??

Vá!

Nepalirnir koma á óvart. Greinilega duglegir femínistar þar.

miðvikudagur, september 22, 2004

Schönen guten Tag

Werde heute auf Deutsch bloggen, bin dazu von einem Blog-Nachbar aufgefordert worden . Finde es richtig schwierig mit den deutschen Schlüßel-tisch zu arbeiten, muß ich sagen. Werde deshalb heute nicht viel bloggen. Daß hier ist deshalb nur ein Beispil von dem, was später kommen wird... *ominous music in Background*

föstudagur, september 17, 2004

Wer möchte, darf gerne ein Idiot sein

Það er sko lítið mál að vera idjót í Amríku.

Góða helgi annars, ég ætla að eyða minni í Maryland.

fimmtudagur, september 16, 2004

Alltaf svoldið sein...

svona kannski eins og liðið fyrir austan. Betra samt seint en aldrei sem er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég sá báðar Kill Bill-myndirnar í síðustu viku. Þvílík snilld, maður lifandi. Ég átti von á bara ælu í poka og mindless ofbeldi, svo bara blasir við mér tær snilld sem varð betri með hverri mínútunni sem leið. Auðvitað (sem er ekkert auðvitað, reyndar) var sú seinni betri en sú fyrri, miklu betri reyndar. SNILLD!!! Jahá.

Flytjimenn

Í dag skilst mér að mín kosmíska systir, hún Stína, og hennar klan sé að flytja búferlum til Englands. Gangi ykkur vel, ég hugsa til ykkar!

2 sóttu um áliðnabraut á Neskaupstað

"Fram kom í fréttum ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að aðeins 2 nemendur skráðu sig í haust á nýja námsbraut áliðna sem sett var upp í fyrra við Verkmenntaskóla Austurlands.

Í upphafi var fjöldi nemenda verið 15 en þeim fækkaði niður í 8 og í haust sóttu bara 2 um.

Starfsnám áliðna Verkmenntaskóla Austurlands var stofnuð með samningi skólans og menntamálaráðuneytisins. Einnig eiga Alcoa og Bechtel (fyrirtækið sem byggir álverið fyrir Alcoa) aðild að verkefninu.

Ekki er ljóst hvað veldur skorti á áliðnaðar-áhuga unga fólksins"

Stolið kinnroðalaust úr tölvupósti frá NSÍ

þriðjudagur, september 14, 2004

Latínan mín gamla og góða

"Filii agricolae a villa absunt"

"Ab insula abestis"

Lára systir er í latínu í MR og MSN Messenger plús þessi hjálpa til við heimalærdóminn.

Ég elska latínu.

mánudagur, september 13, 2004

Overheard at the Dinosaur BBQ:

Lady1: So, if you guys wanna try these shrimps, just grab a bite, ok?

Lady2: Oh, thanks. And you know, this Cuban chicken thing is great, you're all welcome to try it too if you like.

Lady3: Great. But if you want to try a pork BBQ sandwich, go buy your own, ok?!

sunnudagur, september 12, 2004

Svaka skrall

Jaha, thetta vard eitt allsherjar skrall hja okkur i gaer. Maetingin var agaet, eitthvad milli 30 og 40 manns i allt letu sja sig. Flestir maettu i seinna lagi svo til ad byrja med var thetta eins og rolegt fjolskyldubod en um leid og tok ad skyggja og grillid var sett a fullt tha faerdist meira lif i tuskurnar. Thegar allir voru bunir ad borda baedi forretti, adalretti og eftirretti nadi eg i hakarlinn (eins og godum Islendingi saemir) og allir vidstaddir fengu ser ad smakka (sumir med meiri ohljodum en adrir). Audvitad fylgdi brennivin med og hvorki meira ne minna en heill peli hvarf tharna ofan i mannskapinn. Medleigjandi minn doktorinn var nu reyndar abyrgur fyrir megninu af theirri drykkju, hann vildi ekki fyrir nokkurn mun smakka hakarlinn en fekk eitt staup af brennivini hinum til samlaetis og fannst thad svo gott ad hann hrifsadi af mer floskuna og tok nokkra gulsopa, svona ca. halfa floskuna! Thad tharf varla ad taka fram ad thar med voru orlog hans thad kvoldid radin og nokkrum minutum sidar baru vinir hans hann inn i rum. Eg er hins vegar ordin svo svol i hakarlsatinu ad eg fekk mer heila fjora bita og fannst their allis jafngodir. Thad er af sem adur var thegar eg kugadist vid thad eitt ad sja hakarlskrukku. Held eg thurfi ad fara til laeknis ut af thessu.

I dag svaf eg svo til hadegis og neyddist tha til ad fara a faetur til ad koma i veg fyrir hungurdauda. Vidstaddir i gaer komu neflilega med alveg otrulega litinn mat med ser og vid gestgjafarnir thurftum ad fodra gestina a thvi litla sem til var i kotinu af pulsum og alika. Vid forum thvi ekki sodd i hattinn i gaer, sem verdur ad teljast ansi merkilegt fyrir svona potluck-party i Amriku. Kannski halda allir ad vid thrju seum laumumillar fyrst vid buum svona fint???

föstudagur, september 10, 2004

Gjaldkeri

Let hafa mig ut i ad vera gjaldkeri Skandinaviu-klubbsins her vid Cornell. Spurning um ad skella ser bara til Brasiliu fyrir peningana?!?!

fimmtudagur, september 09, 2004

Afturhvarf til fortíðar

Hef verið að velta fyrir mér hvort ég ætti að blogga á ensku. Þessi ágæti bloggur byrjaði jú á ensgu...

miðvikudagur, september 08, 2004

Allir vinir og velunnarar velkomnir

Við í strandvillunni við Cayuga-vatn will be hosting a housewarming-defense celebration potluck garden party this coming Saturday, September 11th (vona við verðum ekki rekin úr landi), at 4 pm.

Who are we? Basant, our Indian motorcycle buff, who defended his Ph.D. thesis in theoretical and applied mechanics on Wednesday and thinks a Cayuga lake holiday resort is a better name for our house, Annalisa, our Italian biologist who thinks Americans work too hard and deserve more parties than they throw, and Herdis, yours truly from Iceland, who is still getting used to the sight of sooooooooo many trees outside her living room window (more than all the trees in Iceland combined??).

Where do we live? As said: í strandvillunni við Cayuga-vatn. No parking is possible at the house and is somewhat limited at the marina, so try to carpool.

What should you bring? Ok, so there is a grill in the backyard, feel free to bring any grillables you'd like. We will provide some salads and snacks, plus some beverages. However, more of practically anything can't hurt.

Unexpected bonuses: We live on the lake and if you're in the mood for a swim you're welcome to dip in. Just bring your swimsuits and a towel!

þriðjudagur, september 07, 2004

Hvar eru gleraugun mín?

Er alveg að verða eins og utangátta prófessor. Sendi Jen, Fulbright-kontaktinum mínum í NYC, eyðublað til undirritunar og tók ekki eftir því að hún var þegar búin að undirrita það. Fékk tölvupóst frá henni í dag þar sem hún spurði af hverju ég hefði eiginlega verið að senda henni eyðublaðið...

laugardagur, september 04, 2004

Til hamingju!!

Hann pabbi á afmæli í dag, mig langar að óska honum alveg hjartanlega til hamingju hér á þessum opinbera vettvangi áður en ég dríf mig heim að klára að pakka gjöfinni hans inn (ég passaði mig að kaupa hana löngu fyrir stóra daginn, svo gleymdi ég náttla alltaf að senda hana) og gá hvort hann svari símanum!

Svar óskast:

Hefur eitthvað verið þýtt á íslensku eftir bandaríska náttúruverndarfrömuðinn Edward Abbey? Nýverið las ég eftir hann bók sem heitir Desert Solitaire, sú bók ætti að vera skyldulesning öllum þingmönnum, sveitarstjórum, verkfræðingum og hagfræðingum heimsins og þó sérstaklega Íslands.

Hef ég ekki bloggað þetta áður? Það er eins og mig minni það. Ekki að það skipti öllu máli, því sjaldan er góð vísa of oft kveðin og þessi vísa er svo sannarlega góð!

Þessa, meðal annars, saknar Herdís

1. Fjallasýnin á Möðrudal eins og hún blasti við úr kaffistofunni bak við afgreiðsluborðið í Fjallakaffi. Bragakaffi á köflóttum Thermos-brúsa og kleinur, gestabókin eins og beinakerlingar fyrri alda á borðinu. Ómetanlegt afdrep leiðsögukonu og bílstjóra til að fylgjast með ferðum starfsbræðra og -systra.

2. Útsýnið til austurs af hábungu Pettermann-jökulsins á Svalbarða á heiðskírum sólbjörtum degi í mars. Næst okkur er púðursnjór á jöklinum, svo djúpur að það er eins og að keyra ofan í skurði, aðeins fjær hverfur jökullinn fram af sjálfum sér ofan í sjóinn í háum ísklettum, svo tekur við hafísinn nánast eins langt og augað eygir uns Barentseyja rís snævi þakin upp úr jakahrönninni handan Storfjorden. Yfir öllu vakir fullt tungl og nálægðin við eilífðina úti í geimnum er algjör.

3. Eldhúsið í gamla kvennaskólanum sem nú hýsir kaffihús og minjagripaverslun að Glaumbæ í Skagafirði. Í þessu eldhúsi fengum við leiðsögukonur og bílstjórarnir alltaf kaffi og með því, uppvörtuð af madömmulegum konum í gamaldags kjólum og með bryddaðar svuntur. Á snúrum yfir borðinu héngu ullarvettlingar og leistar eins og til þerris.

4. Sænautasel. Kom þangað bara einu sinni, en fannst ég vera meira "á Íslandi" en nokkru sinni fyrr eða síðar. Nema kannski þá helst þegar ég stóð við lónið í Grímsvötnum snemmsumars í fyrra. Lífsbaráttan í hnotskurn.

föstudagur, september 03, 2004

Brandari dagsins:

Náttúruvernd á Íslandi.

Af hverju er verið að stofna þjóðgarða og verndarsvæði á Íslandi? Jú, væntanlega til að byggja hraðbrautir gegnum garðana og opna námur á verndarsvæðunum og byggja stíflur, þvert ofan í allar tilskipanir um vernd. Eitthvað verða þessi möppudýr að hafa að gera, afturkalla lög og reglugerðir og brjóta lögin sem þau sjálf setja.

miðvikudagur, september 01, 2004

Bankasiðferði

Nýverið sagði ég mig úr Landsbankanum vegna afskipta hans af Kárahnjúkavirkjun (LÍ tekur þátt í að veita Landsvirkjun gríðarlegt veltulán til framkvæmdanna) og gekk til liðs við SPRON; smæð þess banka veitir þeim ekki svigrúm til að standa í svona stórræðum. Um leið og ég skipti sendi ég stjórnendum beggja bankanna bréf og útskýrði gjörðir mínar. Í gær barst mér svar frá formanni framkvæmdastjórnar SPRON. Gaman að því, jafnvel þó hann hafi ekki lofað mér því að SPRON myndi aldrei fara út í svona stuðning eins og ég sagðist vona í bréfi mínu. Enn hef ég ekki heyrt frá Landsbankanum, ætli þeir taki brotthvarf mitt ekkert nærri sér?!?