föstudagur, janúar 30, 2004
Afmæliskveðjur dagsins (kvöldsins...)
fara til frændsystkina minna þeirra Lilju Kolbrúnar og Tómasar Hlyns Schopka í Danmörku. Þau eru eins árs í dag, megi þau lengi lifa. Húrra húrra húrra!!
fimmtudagur, janúar 29, 2004
Nörd!!!
Oh, ég er svo mikill nörd: Í fyrirlestrinum/umræðutímanum áðan fannst mér svo gaman að ég get á köflum varla setið kyrr. Litla jarðfræðihjartað mitt alveg hamaðist af hamingju yfir að vera að diskútera JARÐFRÆÐI: lögun úthafsskorpunnar sem er að sökkva undir S-Ameríku og af hverju hún er flöt sums staðar en dýfir sér bratt niður annars staðar og hvaða áhrif þetta hefur á eldvirkni og og og. Tjúllað!!! Líf-jarðefnafræði er alveg 100% ekki fyrir mig, það er næsta augljóst. Leiðbeinandinn minn virðist ná þeim væbum frá mér og er ekkert að pressa á mig að fara út í þá sálma, enda þótt hann sjálfur sé einn sá færasti á því sviði. Næs náungi.
Hann er m.a.s. svo kúl að finnast allt í lagi og ekkert því til fyristöðu að ég taki vísindaheimspeki sem aukafag í doktornum. Mig langar alveg geðveikt til að gera það og er þegar búin að tala við hana Eyju, íslenska konu sem er að klára doktor í heimspeki hér, um hvaða kúrsar gætu verið sniðugir og hvaða prófessor/-um ég gæti unnið með. Fyrir þessu námsvali eru að því er flestir vita engin fordæmi hér við jarðvísindadeildina. Þess vegna er auðvitað löngu kominn tími á að veita smá ferskum anda hingað inn og auðga andann með heimspekilegum umræðum um eðli þekkingarleitar vísindamanna og önnur hræðilega heillandi viðfangsefni. Halelúja :)
Hann er m.a.s. svo kúl að finnast allt í lagi og ekkert því til fyristöðu að ég taki vísindaheimspeki sem aukafag í doktornum. Mig langar alveg geðveikt til að gera það og er þegar búin að tala við hana Eyju, íslenska konu sem er að klára doktor í heimspeki hér, um hvaða kúrsar gætu verið sniðugir og hvaða prófessor/-um ég gæti unnið með. Fyrir þessu námsvali eru að því er flestir vita engin fordæmi hér við jarðvísindadeildina. Þess vegna er auðvitað löngu kominn tími á að veita smá ferskum anda hingað inn og auðga andann með heimspekilegum umræðum um eðli þekkingarleitar vísindamanna og önnur hræðilega heillandi viðfangsefni. Halelúja :)
Lífið
er alveg að dúndrast af stað á fullu hér í Amríggu. Er skráð í fjóra kúrsa (einn bara í áheyrn, ekki til einkunnar) og kenni verklegt í einum í viðbót, auk þess að ætla að byrja á smá rannsóknavinnu. Vá! Þetta verður ein geðveiki en áreiðanlega miklu skemmtilegri geðveiki en á haustmisserinu. Helstu ástæður: Skemmtilegir (hafa allavega the potential) kúrsar sem skipta máli. Rannsóknavinna, i.e. leita að heitum hverum í Nepal á kortum, í vísindagreinum og víðar og skoða kvarz úr gömlum jarðhitakerfum. Leiðbeinandinn minn er á svæðinu. TA í haffræði, sem var eitt af uppáhaldsfögunum mínum í HÍ. Síðast en ekki síst, útivistarklúbburinn. Gaman gaman!
Snilldin
Fyrir þá sem hafa takmarkaða reynslu af spænsku sykurpoppi læt ég fljóta hér með dulitla íslenska snörun á honum José. Amazon býður upp á diskinn "Hvernig þú getur sungið eins og JLP", mæli með honum fyrir verðandi giggalóa:
Es pronto para dar por un amor la vida - það er fullsnemmt að láta lífið fyrir ástina...
tu me miras no te preocupes no es nada mis pensamientos estaban junto a ti besame ya sabes q por ti daria hoy la vida mirame - þú horfir á mig, ekki hafa áhyggjur, það er allt í lagi, hugsanir mínar voru hjá þér, kysstu mig, þú veist að ég myndi deyja fyrir þig í dag, horfðu á mig...
Sin tu amor me muero. Morir de amor despacio y en silencio sin saber si todo lo q te he dado te llego a tiempo - án ástar þinnar dey ég. Dey hægt og hljóðlaust úr ást án þess að vita hvort allt sem ég gaf þér komst til þín í tæka tíð (hmmm... breyta erfðaskránni??)
tantas tardes de otono pensando en ti y este amor q parte mi universo en dos q llega del olvido hasta mi propia voz y arana mi pasado sin pedir perdon - svo margir haustdagarnir sem ég hugsaði um þig og ástina sem klífur heim minn í tvennt, brýst fram úr gleymskunni og að rödd minni, vefur sér óforskömmuð um fortíðina...
Það sem mér finnst mest sláandi hér er hvað textagerðin er vönduð og efnistök fjölbreytt. Njótið heil.
Es pronto para dar por un amor la vida - það er fullsnemmt að láta lífið fyrir ástina...
tu me miras no te preocupes no es nada mis pensamientos estaban junto a ti besame ya sabes q por ti daria hoy la vida mirame - þú horfir á mig, ekki hafa áhyggjur, það er allt í lagi, hugsanir mínar voru hjá þér, kysstu mig, þú veist að ég myndi deyja fyrir þig í dag, horfðu á mig...
Sin tu amor me muero. Morir de amor despacio y en silencio sin saber si todo lo q te he dado te llego a tiempo - án ástar þinnar dey ég. Dey hægt og hljóðlaust úr ást án þess að vita hvort allt sem ég gaf þér komst til þín í tæka tíð (hmmm... breyta erfðaskránni??)
tantas tardes de otono pensando en ti y este amor q parte mi universo en dos q llega del olvido hasta mi propia voz y arana mi pasado sin pedir perdon - svo margir haustdagarnir sem ég hugsaði um þig og ástina sem klífur heim minn í tvennt, brýst fram úr gleymskunni og að rödd minni, vefur sér óforskömmuð um fortíðina...
Það sem mér finnst mest sláandi hér er hvað textagerðin er vönduð og efnistök fjölbreytt. Njótið heil.
Bólivíu-nostalgían
Það sem er skemmtilegast við að búa með henni Letitiu er að við förum á S-Ameríkutripp öðru hvoru. Í kvöld erum við búnar að vera að leita að latínó gígalóum á Netinu, eins og t.d. keisinu honum Julio Iglesias. José Luis Perales er annað keis yfirdramatíseringar, en mér finnst hann FRÁBÆR af því hann minnir mig svo á þetta ótrúlega hamingjusama og skemmtilega ár sem ég átti í Bólivíu. Klikkið endilega á hann (linkurinn fer vonandi með ykkur beint á nokkur tóndæmi af plötunni sem var nýkomin út þegar ég fór til Bólivíu) og hlustið á smá sykurleðju í skammdeginu :)
Já, og haldiði ekki að hún Lára systir mín ætli líka sem skiptinemi, líklega til Nýja-Sjálands. Ég er svo stoooooolllllllllllttt af þér, elsku systir!!!!
Já, og haldiði ekki að hún Lára systir mín ætli líka sem skiptinemi, líklega til Nýja-Sjálands. Ég er svo stoooooolllllllllllttt af þér, elsku systir!!!!
mánudagur, janúar 26, 2004
Ameríka
Síðasta færslan hennar Ernu fór með mig til S-Ameríku. Tronador, Villarrica, Cerro Torre, Fitzroy, Torres del Paine, Paine Grande ... ég sit hér með sólskinsbros og prísa mig sæla fyrir að hafa fengið að sjá þetta allt saman á minni stuttu ævi. Meira af svona!!!
Já, og mikið eruð þið heppin að hafa séð Touching the Void. Hún kemur ekki til Íþöku fyrr en í lok febrúar.
Já, og mikið eruð þið heppin að hafa séð Touching the Void. Hún kemur ekki til Íþöku fyrr en í lok febrúar.
Úr tjaldinu
Eins og áður segir var brjálæðislega kalt um helgina og ekki hlýrra í tjaldinu okkar, þar sem við þrjú lágum frekar eymdarleg í pokunum okkar og reyndum að vekja ekki hina með tannaglamri. Það var nú reyndar vitað mál að það yrði kalt þessa helgi og þeir sem spurðu hvað væri á dagskránni hjá mér um helgina urðu vægast sagt hissa þegar ég sagði þeim hvað stæði til. Ferðafélagar mínir tveir ítrekuðu oft og mörgum sinnum við mig hvað það yrði nú svaka kalt og því varð ég svolítið hissa þegar ég sá að ég var sú sem hafði mesta reynslu af að fást við svona veður (kannski ekki skrýtið þegar á það er litið að ég hef unnið í svalbörðskum vetri mánuðum saman?) og var best búin til að lifa af og hafa það sæmilega notalegt í -35°C.
Fyrir mína parta hófst ferðin strax á fimmtudeginum, þegar ég sprangaði eldsnemma niður í skóla með allt dótið. Eftir ráðstefnuna hitti ég neflilega strákana í klúbbhúsinu, við fórum í gegnum útbúnaðinn okkar og fundum til það dót sem upp á vantaði. Það er ekkert smá af dóti sem klúbburinn á og sem meðlimir geta notað í klúbbferðum, t.d. fengum við lánaða svefnpoka, tjald, prímusa, eldsneytisflöskur og potta, snjóþrúgur og áttavita og guð veit hvað meira; ef fólk vill kajaka er allt til til þess og eins til að fara á skíði eða í ísklifur eða hellasig eða bara gamaldags útilegu mð? A-tjald og exi til að höggva við í eldinn. Draumaland fátæks útivistarfólks :)
Eftir þessar tilfæringar var eftir litlu að bíða og við lögðum í'ann snemma á föstudagseftirmiðdaginn. Einhvern veginn tóku hlutirnir sinn tíma og við komum inn í Keene Valley um 10-leytið um kveldið. Það var alveg stafalogn í fjöllunum og nístandi kuldi, svo mikill að áður en við byrjuðum að ganga var búið að kasta fram þeirri hugmynd að það væri nú allt í fínasta að snúa við áður en tindinum á fjallinu okkar væri náð og bara bruna á næsta hótel strax næsta kvöld. Ákveðnin alveg að drepa viðstadda!
Nú, gangan inn að tjaldstæði gekk vel og snjóþrúgurnar fengu að hanga óáreittar á pokunum okkar því stígurinn var vel troðinn af fyrri göngufólki. Stjörnuhimininn lýsti yfir okkur og í fjarska heyrðum við vindinn næða um tindana, stöku sinnum tók hann dýfu og stakk sér ofan í dalinn og hristi snjóinn af greinum trjánna umhverfis okkur. Við gengum hratt og stoppuðum sama og ekkert og komum að tjaldstæðinu eftir tveggja og hálfs tíma göngu. Það gekk hratt fyrir sig að tjalda, sem betur fer höfðum við prófað að setja tjaldið upp inni í klúbbhúsi því það gerði okkur alveg snarrugluð og hélt okkur uppteknum í a.m.k. hálftíma, áuur en við föttuðum hvernig átti að fá það til að standa upp. Þrjár háskólamenntaðar manneskjur og eitt tjald, það er eitthvað bogið við þetta :)
Morguninn eftir vöknuðum við um kl. 8 og fannst mér það mjög miður, enda var ég í fyrsta lagi tiltölulega nýsofnuð og í öðru lagi er ég svona almennt séð alveg sérstaklega lítið hrifin af að vakna svona snemma. Í ljós kom, þegar við þrír "survivors-arnir" fórum að bera saman bækur okkar, að ekkert okkar hafði sofið vel um nóttina fyrir kulda. Kannski á maður ekki að búast við öðru þegar svefnpokarnir eru gerðir fyrir -20?C og kuldinn úti fer niður í ca. -35°C. Að auki var tjaldið stórt (hlýrra í litlu tjaldi) og við höfðum ekki verið nógu sniðug að fara úr öllum svitablautum fötum. Ok, verð að segja það sjálfri mér til málsbóta að einhvern tímann um nóttina fór ég úr sokkunum mínum og stakk þeim (táslunum) oní ullarsokka og vafði dúnúlpunni minni utan um, og viti menn, þegar ég vaknaði var mér raunverulega hlýtt! Verst að strákarnir áttuðu sig ekki á þessu og voru því frekar framlágir. Annar þeirra, hann Jason, sýndi væg einkenni fyrsta stigs kals á tveimur tám og fékk að hlýja þeim innan undir flísjakkanum mínum meðan ég sauð vatn handa okkur úti. Það er ekki hægt að láta manninn missa tær, eða hvað??
Eftir langan undirbúning komum við okkur loks af stað, enn í dásamlegu veðri með stafalogn og sólskin. Gangan sóttist vel lengst af; fyrst gengum við yfir tiltölulega breiðan dal og svo upp skógivaxna fjallshlíð sem varð brattari og brattari eftir því sem við nálguðumst skarðið milli Saddleback (Söðuls??) og Gothics, fjallsins sem við ætluðum upp á. Þegar þarna var komið sögu vorum við öll orðin þyrst og svöng og strákarnir kvörtuðu mikið undan kulda. Öðru hvoru stoppuðum við til að drekka en uppástungu um matarpásu var ekki vel tekið. Að auki var eitthvað um að gömul meiðsli væru að hrjá menn og því var ákveðið að fara ekki ofar en í lítið rjóður í hlíðum Gothics rétt ofan við skarðið góða, taka myndir og snúa svo við. Mér fannst þetta nú svoldið blóðugt enda ekki nema tæpir 100 metrar eftir á toppinn. Útsýnið þarna uppi var nú samt reglulega flott, lítil fjallavötn í fjarska og skógiklædd fjöll eins langt og augað eygir.
Við nánast hlupum til baka að tjaldinu og pökkuðum í snatri áður en myrkrið skall á. Þegar á bílastæðið kom var akkúrat kominn kvöldmatartími og við skelltum okkur til Lake Placid, bæjar ca. 20 mínútna akstur í burtu sem hefur tvisvar verið gestgjafi vetrarólympíuleika. Þar átum við pizzu hjá Mr. Martin og ég varð umsvifalaust ástfangin af bænum og ákvað að þangað yrði ég að fara aftur og aftur og aftur og ... Við yfirgáfum Lake Placid seint um kvöldið og þegar ég vaknaði um miðnætti úr aftursætisrotinu mínu vorum við komin hálfa leið til baka til Íþöku.
Á heildina litið var þetta sem sagt hin besta ferð. Það má alltaf læra eitthvað af svona ferðum og ég held að það sem ég hafi helst lært af þessari sé að þó ég sé enginn sérfræðingur þá kunni ég samt meira en nóg um ferðamennsku á vetrum til að taka að mér að mennta fólkið í klúbbnum í "kuldafræðum". Þess vegna ættuð þið ekki að vera hissa þó þið lesið einhvern tímann hér um kuldakvöldið mitt niðri í klúbbhúsi.
Þetta er orðið allt of langt. Skrifa um skólann og labbvinnu síðar :) Takk fyrir lesturinn!
Fyrir mína parta hófst ferðin strax á fimmtudeginum, þegar ég sprangaði eldsnemma niður í skóla með allt dótið. Eftir ráðstefnuna hitti ég neflilega strákana í klúbbhúsinu, við fórum í gegnum útbúnaðinn okkar og fundum til það dót sem upp á vantaði. Það er ekkert smá af dóti sem klúbburinn á og sem meðlimir geta notað í klúbbferðum, t.d. fengum við lánaða svefnpoka, tjald, prímusa, eldsneytisflöskur og potta, snjóþrúgur og áttavita og guð veit hvað meira; ef fólk vill kajaka er allt til til þess og eins til að fara á skíði eða í ísklifur eða hellasig eða bara gamaldags útilegu mð? A-tjald og exi til að höggva við í eldinn. Draumaland fátæks útivistarfólks :)
Eftir þessar tilfæringar var eftir litlu að bíða og við lögðum í'ann snemma á föstudagseftirmiðdaginn. Einhvern veginn tóku hlutirnir sinn tíma og við komum inn í Keene Valley um 10-leytið um kveldið. Það var alveg stafalogn í fjöllunum og nístandi kuldi, svo mikill að áður en við byrjuðum að ganga var búið að kasta fram þeirri hugmynd að það væri nú allt í fínasta að snúa við áður en tindinum á fjallinu okkar væri náð og bara bruna á næsta hótel strax næsta kvöld. Ákveðnin alveg að drepa viðstadda!
Nú, gangan inn að tjaldstæði gekk vel og snjóþrúgurnar fengu að hanga óáreittar á pokunum okkar því stígurinn var vel troðinn af fyrri göngufólki. Stjörnuhimininn lýsti yfir okkur og í fjarska heyrðum við vindinn næða um tindana, stöku sinnum tók hann dýfu og stakk sér ofan í dalinn og hristi snjóinn af greinum trjánna umhverfis okkur. Við gengum hratt og stoppuðum sama og ekkert og komum að tjaldstæðinu eftir tveggja og hálfs tíma göngu. Það gekk hratt fyrir sig að tjalda, sem betur fer höfðum við prófað að setja tjaldið upp inni í klúbbhúsi því það gerði okkur alveg snarrugluð og hélt okkur uppteknum í a.m.k. hálftíma, áuur en við föttuðum hvernig átti að fá það til að standa upp. Þrjár háskólamenntaðar manneskjur og eitt tjald, það er eitthvað bogið við þetta :)
Morguninn eftir vöknuðum við um kl. 8 og fannst mér það mjög miður, enda var ég í fyrsta lagi tiltölulega nýsofnuð og í öðru lagi er ég svona almennt séð alveg sérstaklega lítið hrifin af að vakna svona snemma. Í ljós kom, þegar við þrír "survivors-arnir" fórum að bera saman bækur okkar, að ekkert okkar hafði sofið vel um nóttina fyrir kulda. Kannski á maður ekki að búast við öðru þegar svefnpokarnir eru gerðir fyrir -20?C og kuldinn úti fer niður í ca. -35°C. Að auki var tjaldið stórt (hlýrra í litlu tjaldi) og við höfðum ekki verið nógu sniðug að fara úr öllum svitablautum fötum. Ok, verð að segja það sjálfri mér til málsbóta að einhvern tímann um nóttina fór ég úr sokkunum mínum og stakk þeim (táslunum) oní ullarsokka og vafði dúnúlpunni minni utan um, og viti menn, þegar ég vaknaði var mér raunverulega hlýtt! Verst að strákarnir áttuðu sig ekki á þessu og voru því frekar framlágir. Annar þeirra, hann Jason, sýndi væg einkenni fyrsta stigs kals á tveimur tám og fékk að hlýja þeim innan undir flísjakkanum mínum meðan ég sauð vatn handa okkur úti. Það er ekki hægt að láta manninn missa tær, eða hvað??
Eftir langan undirbúning komum við okkur loks af stað, enn í dásamlegu veðri með stafalogn og sólskin. Gangan sóttist vel lengst af; fyrst gengum við yfir tiltölulega breiðan dal og svo upp skógivaxna fjallshlíð sem varð brattari og brattari eftir því sem við nálguðumst skarðið milli Saddleback (Söðuls??) og Gothics, fjallsins sem við ætluðum upp á. Þegar þarna var komið sögu vorum við öll orðin þyrst og svöng og strákarnir kvörtuðu mikið undan kulda. Öðru hvoru stoppuðum við til að drekka en uppástungu um matarpásu var ekki vel tekið. Að auki var eitthvað um að gömul meiðsli væru að hrjá menn og því var ákveðið að fara ekki ofar en í lítið rjóður í hlíðum Gothics rétt ofan við skarðið góða, taka myndir og snúa svo við. Mér fannst þetta nú svoldið blóðugt enda ekki nema tæpir 100 metrar eftir á toppinn. Útsýnið þarna uppi var nú samt reglulega flott, lítil fjallavötn í fjarska og skógiklædd fjöll eins langt og augað eygir.
Við nánast hlupum til baka að tjaldinu og pökkuðum í snatri áður en myrkrið skall á. Þegar á bílastæðið kom var akkúrat kominn kvöldmatartími og við skelltum okkur til Lake Placid, bæjar ca. 20 mínútna akstur í burtu sem hefur tvisvar verið gestgjafi vetrarólympíuleika. Þar átum við pizzu hjá Mr. Martin og ég varð umsvifalaust ástfangin af bænum og ákvað að þangað yrði ég að fara aftur og aftur og aftur og ... Við yfirgáfum Lake Placid seint um kvöldið og þegar ég vaknaði um miðnætti úr aftursætisrotinu mínu vorum við komin hálfa leið til baka til Íþöku.
Á heildina litið var þetta sem sagt hin besta ferð. Það má alltaf læra eitthvað af svona ferðum og ég held að það sem ég hafi helst lært af þessari sé að þó ég sé enginn sérfræðingur þá kunni ég samt meira en nóg um ferðamennsku á vetrum til að taka að mér að mennta fólkið í klúbbnum í "kuldafræðum". Þess vegna ættuð þið ekki að vera hissa þó þið lesið einhvern tímann hér um kuldakvöldið mitt niðri í klúbbhúsi.
Þetta er orðið allt of langt. Skrifa um skólann og labbvinnu síðar :) Takk fyrir lesturinn!
sunnudagur, janúar 25, 2004
Brrrr...
Það var rúmlega 30 stiga frost aðfaranótt laugardagsins í tjaldinu. Er komin heim að hlýja mér, skrifa á morgun.
föstudagur, janúar 23, 2004
Femínistinn inni í mér
You are bell hooks (no capital letters)! You were
one of the first black wymyn to discuss in
public spaces the differences between being a
black womyn and being a black man or a white
womyn. You are the mother of intersectionality
and you couldn't care less about identity
politics. Thanks for making feminism accessible
and calling the white, middle class wymyn on
their bullshit!
Which Western feminist icon are you?
brought to you by Quizilla
frá Stínu
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Symposium
Í dag var sjöunda árlega nemendaráðstefna EAS hér við Cornell og þrettán framhaldsnemar tóku til máls og sögðu frá rannsóknum sínum. Ég lét mig að sjálfsögðu ekki vanta og auk þess að vera í undirbúningsnefndinni hélt ég minn alfyrsta "alvöru" fyrirlestur fyrir "alvöru" vísindafólk. Tími kominn til :)
Helgafell var umræðuefnið enda er ég ekki búin að gera neinar rannsóknir enn hér úti (leiðbeinandinn minn er loks kominn heim frá Fransí og Hawaii svo nú verður bara labbvinnan tekin með trukki). Svo hafa þessir eyðimerkurjarðfræðingar hér nú bara gott af að fá smá intró í jökla og gos undir þeim. Þörfin virðist hafa verið orðin nokkur, því eftir fyrirlesturinn fékk ég merkilega margar spurningar úr salnum, flest allt spurningar sem maður myndi seint heyra frá íslenskum jarðfræðingum. Flestir áttu í mestu erfiðleikum með að ímynda sér ðí sínaríó, kannski við sjóuðu íslensku jarðfræðingarnir séum bara búin að venjast því að gos undir jökli er einfaldlega ekki eitthvað sem maður gerir sér í hugarlund svo auðveldlega og erum þ.a.l. hætt að reyna? Hinar spurningarnar, þær sem maður myndi seint heyra varpað fram á ráðstefnu á Loftleiðum, voru nokkuð athyglisverðar. Glöggt er gests augað.
Helsti lærdómur dagsins fyrir mig er sá að það er gaman að tala á ráðstefnum. Mér hefur alltaf fundist það mjög skelfileg tilhugsun. Tilhugsunin um að tala frammi fyrir svona mörgum er ekki svo slæm, enda á ég nú að vera vön því, heldur að tala við svona klárt fólk og þar með ljóstra upp um meinta fávisku mína, í stað þess að tala við pakka af túristum sem taka öllum fróðleiksmolum sem af borðum manns hrjóta með mestu þökkum. Skemmst frá því að segja að það er alveg jafngaman ef ekki bara miklu skemmtilegra að tala við svona marga klára :)
Allt komið í pokann fyrir fjallaferðina um helgina. Tjaldið sem við fundum niðrí klúbbhúsi er RISAstórt og allavega nógu stórt fyrir okkur þrjú sem förum. Skemmtilegur þessi klúbbur að því leyti að allar "stéttir" innan háskólans mætast þarna á miðri; í ferðinni okkar um helgina verða fulltrúar þeirra helstu: Undergrad nemi, framhaldsnemi (moi) og kennari. Það á að vera svakakalt og heiðskírt og ferðinni er heitið hingað. Íha!
Helgafell var umræðuefnið enda er ég ekki búin að gera neinar rannsóknir enn hér úti (leiðbeinandinn minn er loks kominn heim frá Fransí og Hawaii svo nú verður bara labbvinnan tekin með trukki). Svo hafa þessir eyðimerkurjarðfræðingar hér nú bara gott af að fá smá intró í jökla og gos undir þeim. Þörfin virðist hafa verið orðin nokkur, því eftir fyrirlesturinn fékk ég merkilega margar spurningar úr salnum, flest allt spurningar sem maður myndi seint heyra frá íslenskum jarðfræðingum. Flestir áttu í mestu erfiðleikum með að ímynda sér ðí sínaríó, kannski við sjóuðu íslensku jarðfræðingarnir séum bara búin að venjast því að gos undir jökli er einfaldlega ekki eitthvað sem maður gerir sér í hugarlund svo auðveldlega og erum þ.a.l. hætt að reyna? Hinar spurningarnar, þær sem maður myndi seint heyra varpað fram á ráðstefnu á Loftleiðum, voru nokkuð athyglisverðar. Glöggt er gests augað.
Helsti lærdómur dagsins fyrir mig er sá að það er gaman að tala á ráðstefnum. Mér hefur alltaf fundist það mjög skelfileg tilhugsun. Tilhugsunin um að tala frammi fyrir svona mörgum er ekki svo slæm, enda á ég nú að vera vön því, heldur að tala við svona klárt fólk og þar með ljóstra upp um meinta fávisku mína, í stað þess að tala við pakka af túristum sem taka öllum fróðleiksmolum sem af borðum manns hrjóta með mestu þökkum. Skemmst frá því að segja að það er alveg jafngaman ef ekki bara miklu skemmtilegra að tala við svona marga klára :)
Allt komið í pokann fyrir fjallaferðina um helgina. Tjaldið sem við fundum niðrí klúbbhúsi er RISAstórt og allavega nógu stórt fyrir okkur þrjú sem förum. Skemmtilegur þessi klúbbur að því leyti að allar "stéttir" innan háskólans mætast þarna á miðri; í ferðinni okkar um helgina verða fulltrúar þeirra helstu: Undergrad nemi, framhaldsnemi (moi) og kennari. Það á að vera svakakalt og heiðskírt og ferðinni er heitið hingað. Íha!
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Úti alla nóttina
er sko á stefnuskránni næstu helgi. Í tjaldi í Adirondack-fjöllunum. Eins gott að kuldaboli bíti nú almennilega!! Þetta kompaní er ábyrgt fyrir ósköpunum.
laugardagur, janúar 17, 2004
Að yngja upp
Kominn tími á það í þessum herbúðum, ég er búin að vera að dröslast um með þessum sama í ein 7 ár núna, frá því áður en ég byrjaði einu sinni að læra jarðfræðina mína. Tók á mig rögg í gær og nældi mér í einn ónotaðan og sætan. Ætla út að viðra hann á eftir, jibbí!!
Masala movie
var dagskipunin á miðvikudagskveldið. Þá fórum við Deepti út í pakistönsku búðina á Eddygötu og leigðum mest sóttu indversku bíómynd allra tíma, Dilwale Dulhania Le Jayenge. Mig hafði þvílíkt langað að sjá þessa mynd í átta ár, alveg síðan Erna vinkona fór í Indlandsferðina sína og kom heim með ótrúlegar sögur af óendanlegum bíómyndum þar sem allir dönsuðu og sungu og ástin sigraði að lokum eftir æsilega baráttu við hið illa. Hún spilaði líka fyrir mig tónlistina úr myndinni, uppfulla af stórkostlegum skrækum kvenröddum og seiðandi mali í karlinum á bakvið. Heillandi? Algjörlega!
Og það er skemmst frá því að segja að myndin er frábær. Mæli með henni, hiklaust. Hér er stefnt að fleiri masala-kveldum, I´ll keep you posted.
Og það er skemmst frá því að segja að myndin er frábær. Mæli með henni, hiklaust. Hér er stefnt að fleiri masala-kveldum, I´ll keep you posted.
föstudagur, janúar 16, 2004
Þetta er allt að gera sig,
Deepti og ég erum að fara út að fá okkur bjór og Natsjós. Á föstudagskvöldi. Vá mar!!
föstudagur, janúar 09, 2004
Heimskautakuldi
Má ég benda viðstöddum á að það er nítján stiga frost hér í Íþöku þessa stundina. Skafheiður himinn og blankalogn og lærin við það að detta undan mér á leiðinni niður í skóla. Húrra!!!
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Komin heim í heiðardalinn!!
eða kallar maður ekki annars staðinn þar sem maður býr "heima"??
Mikið var nú gaman að skella sér til Evrópu svona yfir jól og áramót. Hitta fjölskylduna, skipta á nokkrum bleyjum á frændsystkinunum, fá lánuð föt hjá Láru systur... voðalega næs. Svo náttla skemmdi ekki fyrir að fara til tannsa í viðgerð og til hárgreiðslukonunnar minnar hennar Elínar í Arnarbakka sem er í mínum huga kona ársins að þessu sinni; þvílíkur snillingur að núna held ég að ég verði bara að fljúga heim á 6 vikna fresti í viðhald hjá henni því enginn getur klippt mig jafnvel og hún!! Ég lét sem sagt makkann fjúka enda kominn tími til!
Meira síðar, ætla út að útrétta áur en næsti "blizzard" skellur á *tíhí*
Mikið var nú gaman að skella sér til Evrópu svona yfir jól og áramót. Hitta fjölskylduna, skipta á nokkrum bleyjum á frændsystkinunum, fá lánuð föt hjá Láru systur... voðalega næs. Svo náttla skemmdi ekki fyrir að fara til tannsa í viðgerð og til hárgreiðslukonunnar minnar hennar Elínar í Arnarbakka sem er í mínum huga kona ársins að þessu sinni; þvílíkur snillingur að núna held ég að ég verði bara að fljúga heim á 6 vikna fresti í viðhald hjá henni því enginn getur klippt mig jafnvel og hún!! Ég lét sem sagt makkann fjúka enda kominn tími til!
Meira síðar, ætla út að útrétta áur en næsti "blizzard" skellur á *tíhí*
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)