þriðjudagur, júlí 19, 2005
Þotuþreyta (og önnur)
Þá er sumarfríinu þetta árið bara lokið og við komin aftur heim til Íþöku eftir mikið fjör og sprell á Ísalandi. Sólin skein í heiði í þrjá daga samfleytt meðan Laugavegurinn var genginn, svo rigndi eins og hellt væri úr fötu, Ölstofan stóð fyrir sínu og að auki fengum við heil ótrúleg ósköp af edilonsfínum mat að borða. Ógissla gaman allt saman. Er bara svolítið þreytt í dag enda komum við ekki til Íþöku fyrr en um 5-leytið að morgni að íslenskum tíma. Segi bara takk fyrir okkur!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli