At the risk of being considered frivolous, in the aftermath of these senseless bombings in London, I'm going to talk about shopping.
Og núna á íslensku. Suma hluti er bara einfaldara að orða á ensgu.
Nancy er ekki stærsta borg í heimi en hún lumar á fleiri verslunum en tölu verður á komið. Alla vega fleiri verslunum en ég kemst yfir að skoða í lofttæmis-heimsókn minni hingað. Mér hefur nú samt tekist að villast inn í þó nokkrar og þá sérstaklega þær sem skarta risastórum auglýsingum um "soldes". Það var fyrsta nýja orðið mitt í frönsku í þetta skiptið, það þýðir "útsala" og er nú orðið eitt af uppáhaldsorðunum mínum. Einkum og sér í lagi þegar það sést í glugganum hjá H&M.
Keypti sitt af hverju smálegt þar. Keypti ekki grænu brauðristina með bleiku blómunum sem fékkst í lítilli búð rétt við Stanislas-torg. Keypti fleira smálegt í hræðilegri miðbæjarkringlu. Keypti ekkert á risa-götumarkaðinum sem fyllti miðborgina í dag, en það var bara af því 2ja evru skórnir sem mig langaði í voru ekki til í minni stærð. Eða réttara sagt, þá var enginn hægri fótur til í minni stærð. Það er oftast betra að hafa báða skóna jafnstóra, ef maður er á annan bóginn svo partíkúlar að þurfa skó á báða fætur. Svo væri ekki leiðinlegt að komast að því hvar sá hægri er.
Að öðru leyti er ekki laust við að mér sé farið að leiðast. Þíða, hræra, frysta. Þíða, hræra, frysta.
laugardagur, júlí 09, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli