Er þá ekki kominn tími á að skoða borgina aðeins? Ég er núna búin að vera hér í tæpa þrjá sólarhringa og hef ekki séð annað en veginn milli íbúðarinnar sem ég fékk lánaða og rannsóknamiðstöðvarinnar þar sem ég vinn. Þetta náttla gengur ekki.
Ætlaði að vera enn duglegri og gera eitt sýni í viðbót. Held ég sleppi því. Klukkan er orðin sex og ég er orðin frekar steikt í höfðinu eftir tíu tíma á labbinu. Á þá skyndilega bara eftir að klára síðasta sýnið, ganga frá, pakka oní poka og labba út. Stanislas-torgið er næsti áfangastaður.
föstudagur, júlí 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli