Það er eins með blogg og bænirnar*, maður bloggar bara þegar eitthvað bjátar á.
Jónaskiljan er að gera mig gráhærða. Ég held að ég hafi eytt meiri tíma með þessari maskínu en allir hinir nemarnir á labbinu til samans. Alltaf þegar ég tel mig vera búna að komast að rótum vandans (leki, óhreinindi etc.) þá skal eitthvað nýtt koma upp. Ef ég næ að klára að greina Hawaii-sýnin mín fyrir áramót tel ég mig góða.
Svo er það kísilgreiningin. Sull með alls konar vibbaleg efni og skeiðklukku til að vera með tímasetninguna á hreinu. Bíða svo í 12-24 tíma, greina svo. Og hvað gerðist?? Allt í hassi og ekki heil brú í niðurstöðunum þegar ég fór og greindi 22ja tíma gömlu blöndurnar mínar. Það þýðir aðrir 2 tímar í undirbúning og svo reyna aftur að greina, á morgun. Jibbí kóla. Heit ðiss.
Vonandi að helgin nái e-u af fýlunni úr mér. Við skötuhjúin ætlum að skella okkur í ofurbíltúr út á Þorskhöfða í Massachusetts og þaðan með bát til Nantucket-eyju. Það ku vera agalega fallegt þarna. Tilefnið er að vinur Shans, Erik, á hlut í húsi á eyjunni og við fáum að vera þar frítt. So far erum það við tvö, Erik og svo mamma hans sem ætlum að eyða helginni þarna. Gæti orðið gaman.
* = hér verð ég eiginlega að taka fram að ég gekk af trúnni fyrir langa löngu og hef ekki farið með bænir síðan ég komst til vits og ára.
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli