Eftir að hafa lesið óteljandi bækur um Nancy Drew sem krakki finnst mér svolítið skrýtið að vera í borg sem heitir Nancy.
Nú. Ég er orðin sloppklædd vísindakona hér í NA-Frakklandi og sem stendur er vatnið mitt úr Hapahapa'i-á á Kohala-skaga á Hawai'i-eyju að hvarfast við fosfórsýru í litlu kúlulaga tilraunaglasi. Þarna inni (í kúlunni) er algjört lofttæmi, fyrir utan koltvísýringinn sem verður til þegar vatnið blandast sýrunni... svo eru nokkrar tilfæringar að ná koltvísýringnum úr flöskunni og oní aðra án þess að missa neitt út í loftið. Involverar meðal annars frosið áfengi og fljótandi köfnunarefni. Ægilega gaman eitthvað.
Brúðkaupið var alveg ólýsanlega skemmtilegt. Vínekrur svo langt sem augað eygði og ef ekki vínekrur þá annaðhvort lavenderakrar eða kirsuberjatré. Eldgamalt uppgert hús og annað með sundlaug við hliðina á. Fornvinir mínir Linda Rós, Stefán Jóns, Markús og Dóró, að ekki sé minnst á gleði- og listafólkið vini þeirra. Brúðkaupið fór fram í ægifornri þorpskirkju, brúðkaupsveislan úti undir berum himni, fjórréttað að frönskum sið... need I say more? Tóm hamingja og ekkert annað!
fimmtudagur, júní 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli