sunnudagur, júní 19, 2005

Af-væling

Jæja, best að bæta upp fyrir vælið í mér um daginn. Þreif fjallahjólið mitt hátt og lágt í gær, allt óþarfa drasl og glingur var rifið af og loks brunað niður brekkuna með gripinn í viðgerð. Keðjan var endanlega búin og vírarnir sem liggja í gírana aftaná farnir í sundur. Svo ætla ég að reyna að fá lánuð slétt dekk hjá vini hans Shan og drífa mig eitthvað út að hjóla.

Ferðin til Fransí og samsætugreininga nálgast óðfluga. Gekk kampusinn þveran um daginn til að fá lánaða bók um aðferðir við samsætugreiningar, það var rétt svo að ég loftaði bakpokanum þegar doðranturinn var kominn ofan í. Stórt brot, 1234 blaðsíður; hver er eiginlega meiningin með þessu?!?!. Þarf nú sem betur fer ekki að lesa allt...

Eftir allar þessar greiningar tekur svo við smá sumarfrí á kunnuglegum slóðum heima á Fróni. Stefnan sett á að labba Laugaveginn á mettíma í sól og sumaryl. Jibbí skvibbí! Vonandi bara að einhverjir vinir og kunningjar verði heima við, sumir verða neflilega langt í burtu að spóka sig á Rímíní...

Engin ummæli: