Ég er í vondu skapi. Málið er að kunningjakona mín hér í bæ var að kaupa sér nýtt hjól og þurfti að selja sitt gamla. Það er alveg forkunnarfínt hjól þó gamalt sé og ég fékk það lánað til að prófa. Gripurinn smellpassaði og ég sá fyrir mér sumar fullt af hjólaferðum og jafnvel þátttöku í stuttri þríþraut. En, ó vei, önnur hafði sýnt áhuga, því hana vantaði eitthvað til að skutlast á í bænum. Og hún verður út úr bænum í meira og minna allt sumar. Og hún keypti hjólið.
Og ég á ekki 1000 kall til að kaupa annað hjól.
Er ekki við hæfi að segja bara arg??
fimmtudagur, júní 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli