miðvikudagur, júní 15, 2005
Jarðskjálftar
Það er búið að vera mikið fjör á jarðskjálftamælunum hér í Snee Hall undanfarna daga. Mælarnir hér ná stórum skjálftum um allan heim en ekki smáum skjálftum nema þeir séu nálægt. Til dæmis held ég að litlir skjálftar á Íslandi og Nýja-Sjálandi birtist ekki hérna. Á vefsíðu hjá bandarísku jarðfræðistofnuninni sá ég svo að nokkrir litlir skjálftar hafa nýlega orðið á norðureyju Nýja-Sjálands, þar sem Lára systir býr þessa dagana. Ætli hún hafi fundið þá?? Það er svo klikkuð tilfinninga að finna jarðskjálfta!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli