you could have a 45-year-old man wanting to marry a 9-year-old boy. That could be O.K. in 20 years.' Svo segir B. S., baráttumaður gegn hjónaböndum samkynhneigðra, í NYT Magazine um daginn.
Einmitt. Athyglisvert. Hafið mig afsakaða meðan ég kasta upp.
Ég verð að viðurkenna að ég á dulítið bágt með alla þessa umræðu um hjónabönd samkynhneigðra hér í Bandaríkjunum. Í fyrsta lagi kúgast ég yfir sjáfbirgingshættinum í kristna öfgatrúarfólkinu sem eitt veit hvernig á að vera hamingjusamur í lífinu og sem finnst hjónaband eiga eingöngu að snúast um "procreation and family" (á þá ekki líka að banna fólki sem vill ekki eða getur ekki eignast börn að ganga í það heilaga?). Í öðru lagi skil ég ekki samkynhneigða, að einbeita sér að hjónabandi (í landi þar sem trúarofsinn vex frá degi til dags) meðan helstu borgaraleg réttindi þeirra eru enn fótum troðin. Hvernig væri að byrja á staðfestri sambúð og fá t.d. arf eftir maka sinn? Ég bara er ekki alveg að ná þessu. Veit líka sennilega of lítið um málefnið.
Ég veit það samt að jafnvel hér í frjálshyggjubænum Íþöku er alveg ótrúlega mikið af fólki sem ég myndi kalla kristið öfgatrúarfólk; sem finnst samkynhneigð viðbjóðsleg og sem trúir hvorki á þróunarkenninguna né jarðsögulegan tíma. Þetta er ekki fólkið sem vinnur á kassanum í WalMart eða ber út póstinn, nei, þetta fólk sem ég kannast við er ýmist í doktorsnámi í náttúruvísindum eða leiðbeinir doktorsnemum í náttúruvísindum. Hvernig er hægt að vera náttúruvísindamaður og trúa því um leið að niðurstöður vísinda séu guðlast?!?!
Þetta voru mín tvö pens. Sit á rassinum heima hálflasin og hef ekki farið úr húsi í dag. Hausinn fullur af hor og skrokkurinn fullur af beinverkjum. Heimahjúkrunin er víst líka í fullu starfi sem verkfræðinemi og þurfti að fara í skólann svo ég neyðist víst til að halda sjálfri mér kompaníi svona rétt yfir miðjan daginn. Ég les bara blöðin á meðan, hneykslast alveg í keng yfir blússandi afturhaldi landans og reyni svo við krossgáturnar til að ná mér niður á milli greina.
þriðjudagur, júní 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli