miðvikudagur, júní 15, 2005

Fransí

Þá er það komið á hreint, ég fer til Fransí eftir tíu daga. Í boði Cornell.

Aðaltilgangur ferðarinnar er að læra að greina kolefnissamsætur í vatni. Það ætla ég að gera í Nancy, hjá kunningja leiðbeinandans míns. Held ég verði að setjast niður og koma mér rækilega inn í allt áður en ég fer, svona svo ég verði nú deildinni hér og sjálfri mér ekki til skammar þarna úti í heimi. Alternatively má alltaf prófa að hella meira rauðvíni í glösin hjá þessum fransmönnum ef þeir fara að reyna að reka mig á gat. Aldrei að vita nema þeir verði bara sáttir við það.

Aukatilgangur ferðarinnar, og ekki sá leiðinlegasti, er að vera viðstödd brúðkaup fornvina minna Dóró og Markúsar. Þau ætla að gifta sig í S-Fransí eftir tæpar tvær vikur, svo ég bruna þangað strax eftir komuna til Parísar. Fer svo þaðan til Nancy. Agalega fínt.

Þessi plön urðu til í dag. Allt var hér á suðupunkti í smástund, bráserinn krassaði og ég blótaði heil lifandis ósköp og hélt ég hefði misst af feitum díl og fussaði og sveiaði -- en svo fór þetta allt vel að lokum. Meiri fréttir þegar þær berast.

Engin ummæli: