mánudagur, júní 06, 2005

Domestica

Heimilislegur dagur að kveldi kominn. Ráðist var í það stórvirki að endanlega flytja moi inn í íbúðina hans Shan, sem er þá náttla orðin íbúðin okkar, og koma mér og öllu mínu hafurtaski þar haganlega fyrir. Gríðarlegum hendingum og tilfærslum síðar eru allir kassarnir, nema einn, tómir og skápar og skúffur í jafnvel betra ásigkomulagi en áður en ég flutti inn (ekki að þetta síðasta sé nú beint mér að þakka...). Það er þungu fargi af heimilisfólkinu létt... svo ekki sé nú minnst á hvað það er gott að hafa ákveðið að engir frekari flutningar séu á dagskránni á næstunni. Jamms, bara vera hér. Agalega edilonsfínt.

Engin ummæli: