sunnudagur, mars 28, 2004

Alltaf gaman í bíó... og framan við tölvuskjáinn ef ekki gefst annað

Eilíft sólskin hins flekklausa huga... duldið erfiður titill en segir allt sem segja þarf (eftir að mér tókst að læra romsuna). Bæði Jim Carrey og Kate Winslet, svo og allir hinir, standa sig svo vel að í nostalgíunni eftir að sýningunni lauk sá ég eftir að hafa ekki orðið leikkona.

Það sama gerðist meðan ég horfði á Sean Penn leika í Ég er Sam. Maðurinn er algjör snillingur þó myndin sé helst til utarlega á jaðri vemmileikans.

Í kvöld var það svo Ómar Sjaríf sem Herra Ibrahim. Alveg ágæt mynd, barmafull af lífsvisku og sjarmerandi söguhetjum.

Engin ummæli: