miðvikudagur, mars 24, 2004

Bloggdagur dauðans

Ég er svo mikið að pæla í dag að eitthvað varð að verða skjáfest. Deili því hér með með ykkur, því ég veit þið eruð skynsamt fólk sem þolir að heyra svona lagað.

Alveg síðan ég kom hingað hef ég átt í dulitlum og mismiklum erfiðleikum með að aðlagast þjóðfélaginu hér og hugsunarhættinum sem hér ríkir. Yfirleitt er ég mjög, held ég, aðlögunarhæf manneskja og mér finnst alveg ósegjanlega gaman að fara á nýja staði og koma mér í nýjar aðstæður til að víkka út þægileikasvið mitt. Það hefur hins vegar reynst mér erfitt hér. Í morgun fór ég og talaði við ráðgjafa hjá skólanum, því ég sá að ráðleggingar annarra og nýr vinkill á vandann gætu komið að gagni. Ráðgjafinn var alveg frábær og velti upp mörgum flötum á málinu sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir. Eftir á hef ég verið að hugsa meira, hér eru smá brot:

"Prófessorarnir sýna manni engan áhuga – fyrir þeim er maður bara enn einn grad stúdentinn sem kann ekkert, getur ekkert og veit ekkert.

Undarlegt, því umsóknin byggir svo mikið á personal statement og þannig fær maður á tilfinninguna að þeir velji inn nemendur eftir persónuleika, þ.e. að svo miklu leyti sem hægt er að dæma um persónuleika út frá stuttri ritgerð. Þegar nemandinn svo mætir á svæðið er lítið sem ekkert gert til að koma á kontakt milli prófessora og nemandans, allra síst persónulegum kontakt. Maður er aldrei spurður álits á neinu, aldrei neinar umræður um neitt utan classroom, enginn sýnir viðhorfum manns eða reynslu áhuga.

Á þennan hátt er maður á vissan hátt sviptur identity. Sem nýr nemandi á ég að vera opin og spennt fyrir því sem prófessorarnir eru að gera. Þeim ber hins vegar engin skylda til að sýna nemendunum áhuga og gera það líka almennt séð ekki.

Það e mjög frústrerandi að detta svona niður í þjóðfélagsstöðu. Ég er ekki vön að vera í stéttskiptu samfélagi, nú er ég komin í samfélag sem er gróflega stéttskipt. Nemendur eru í lægri stétt en prófessorarnir, almennt séð, og þeir líta ekki á mann sem neins konar resource. Samt fjárfesta þeir brjálað í manni. Undarlegt."

Þetta er án efa aðalmálið hjá mér. Að verða allt í einu nóboddí dauðans. Það er helvíti ömurlegt, sérstaklega þegar ég veit að ég get stjórnað heilu skemmtiferðaskipi án þess að blikna. Og öllum er sama. Þau gera þær kröfur á mann að maður sé ógissla frábær og helst aðeins betri en það, og er svo drullusama.

Engin ummæli: