laugardagur, nóvember 06, 2004

Heiðarlegt?

Vinkona mín var í vandræðum með tölvuvinnu í dag og ég gat hvergi fundið lausn á vandanum í glósunum mínum úr GIS-kúrsinum sem ég er í þetta misserið. Ég skrifaði aðstoðarkennaranum tölvupóst, sagðist vera í GIS-vandræðum í rannsóknunum mínum, lýsti vandamálinu og bað um aðstoð. Svarið kom um hæl, hálf blaðsíða með leiðbeiningum, og hann lýsti yfir ánægju með spurninguna því þessi tækni væri einmitt á dagskrá í verklegu eftir tvær vikur.

Nú spyr ég sjálfa mig: Var það illa gert af mér að segja ekki að ég væri að spyrja fyrir hönd vinkonu minnar? Var ég að sóa laugardeginum hans í óheiðarleika minn? Er það mér til málsbóta (ef við gerum ráð fyrir að ég hefði að réttu átt að segja frá) að þetta er mjög nytsamleg tækni sem ég á án nokkurs vafa eftir að nota mörgum sinnum á næstu árum (núna þegar ég veit að hún er til)?

Engin ummæli: