föstudagur, nóvember 05, 2004

VIRKJUN LANDS OG ÞJÓÐAR

"ÞRIÐJI LAUGARDAGSFUNDUR REYKJAVÍKURAKADEMÍUNNAR Í FUNDARRÖÐINNI, VIRKJUN LANDS OG ÞJÓÐAR VERÐUR HALDINN LAUGARDAGINN 6. NÓVEMBER.

STAÐUR: REYKJAVÍKURAKADEMÍAN JL-HÚSINU VIÐ HRINGBRAUT

STUND: KL. 12.00

Fundarefnið er UMHVERFISSIÐFRÆÐI og TÆKNIHYGGJA.

Fyrri fundirnir voru fjölsóttir og þar fóru fram heitar og athyglisverðar umræður. Meðan framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun verða æ sýnilegri, áform um fleiri virkjanir á hálendinu eru áberandi og farið að tala um álver á Norðurlandi sem varla verður hægt að útvega orku nema Jökulsá á Fjöllum verði virkjuð, er tímabært að spyrja grundvallarspurninga um virkjanamál.

Að þessu sinni er spurt: Er það skylda okkar að „nýta“ allar þær náttúruauðlindir sem til eru? Eða á náttúran einhvern rétt?

Frummælandi verður Þorvarður Árnason náttúrufræðingur sem flytur erindi er nefnist ER VIT Í VISTHVERFUM VIÐHORFUM

Á eftir stjórnar Jón Ólafsson heimspekingur og formaður ReykjavíkurAkademíunnar pallborðsumræðum þar sem meðal annarra taka þátt heimspekingarnir Sigríður Þorgeirsdóttir dósent við Háskóla Íslands og Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Vonast er eftir að leynigestur að austan komi á fundinn.

Kaffi og kleinur við vægu verði."

Barst í tölvupósti frá NSÍ



---- 0 ----



Mig langar að hvetja sem flest ykkar til að mæta, ég verð svo sannarlega þarna í anda. Við berum öll ábyrgð á að kenna stjórnmálafólki og öðrum Íslendingum að virða landið okkar.

Engin ummæli: