Úps... ég sé það núna að ég er einum degi á eftir og búin að vera það í viku. Ég hélt það væri 25. í dag... og þá er bara kominn 26. Panikk!!!
Gærkvöldið var sérstaklega skemmtilegt. Ég fór heim kl. 6 (ha? bara snemma??) og ætlaði að kíkja í heimsókn til hans Helga sem á svona fansí flug-kort af Íslandi, þið vitið, svona græju sem fer með mann í sýndarflug yfir landið, voða flott. Ég ætla nebblað fá að nota það í erindinu mínu um Ísland sem ég held fyrir Hlynskógar-samfélagið um miðjan október... svo verður horft á Dancer in the Dark á eftir (kannski við ættum að hafa útsaumskvöld áður, sauma íslenskan aftursting eða e-ð í vasaklúta svo grátkórinn yfir DITD hafi e-ð þjóðlegt að snýta sér í). Eníveis, heimsóknin fór fyrir lítið því eftir kvöldmat (upphitað 3ja daga gamalt kjúllasatay) og smá 101 Reykjavík (sem ég fékk lánaða á íslenska bókasafninu hér við Cornell, algjör lifesaver) ætlaði ég bara að fá mér smá leggju, leggju sem entist í 13 klukkustundir eða þar til ég vaknaði kl 8:15 í morgun, búin að missa af stærðfræði og alles. Ég dreg þá ályktun af lengd leggjunnar að ég hafi verið orðin svoldið þreytt sem kannski er ekki svo skrýtið miðað við það að ég hafði sofið samtals í 12 tíma undangengnar 3 nætur.
En það er ekki eins og það séu e-ir æsandi karlmenn að halda fyrir manni vöku, a.m.k. finnst mér Vilhjálmur hvíti, höfundur jarðefnafræðidoddans míns og kennari í kúrsinum, ekki neitt sérstaklega æsandi. En ég verð víst að læra fyrir kúrsinn... og það sama gildir um stærðfræðina og líf-jarðefnafræðina... og inngangskúrsinn sem ég er aðstoðarkennari í... ég verð víst að geta hjálpað krökkunum. Ég er nú ekki neinn snilli á eðlisfræðifrontinum, ekki enn a.m.k. ;) en sum þeirra hafa þvílíkar ranghugmyndir og ná að misskilja allar spurningar þannig að mig langar bara næstum að gefa þeim kredit fyrir hugmyndaauðgi, sem ákv. mótvægi við skilning á námsefninu. Kannski eiga þau eftir að breyta gangi jarðvísinda með þessari gáfu sinni!! Held ég hætti hér, áður en ég fer að hljóma of patróníserandi.
Nú, og amríska bankakerfið lætur ekki að sér hæða. Meira um sérstaklega skapraunandi afskipti mín af bankarisanum Fleet hér síðar.
föstudagur, september 26, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli