I gaer var party hja deildinni, eldri grad nemar budu okkur nyju grad-nemunum i grillveislu til ad bjoda okkur velkomin. Alveg hreint makalaust hvad vid erum mikid velkomin, thetta velkomin-bodastand hlytur ad vera ad setja gestgjafa um allan bae a hausinn.
Thannig ad eg akvad ad leggja mitt af morkum og koma, obedin, med eftirrett. For thvi ut i p&c supermarkad og fjarfesti i heilli gommu af banonum og hreinu sukkuladi. Folk i veislunni vissi ekki alveg hvad eg aetladi mer med thetta og horfdu a mig forvida medan eg risti bananana a hol og trod sukkuladimolum i tha. Svo var theim pakkad inn i alpappir (lifi Alcoa...) og radad a grillid, uns allt var ordid mjukt og heitt og jommi.
Thad er skemmst fra thvi ad segja ad retturinn vakti heiftarlega lukku og toldu veislugestir sig heppna ad hafa loks komist i kynni vid Islending og kulinariska leyndardoma heimalands hennar. Kannski thetta verdi ordid ad thjodarrett Ithoku adur en langt um lidur?
Annars er nu ekki hlaupid ad thvi ad komast i islenskt gummuladi her i Brandararikjunum, get eg imyndad mer. Eg var plotud til ad halda sma fyrirlestur um Island a studentagordunum minum, thetta a ad vera um midjan oktober svo eg verd ad plata einhvern heima a Froni til ad senda mer sma hardfisk og hraun!
Svo var eg ad finna ihaldid i Cornell. Allir ihaldsmenn hata og fyrirlita Ithoku og allt sem baerinn stendur fyrir, svo thad kom mer svoldid a ovart ad sja ad thad eru ihaldsmenn i skolanum; eg helt ad their hefdu vit a ad gera ser lifid ekki svo leitt ad flytja til eins sidasta vigis sosialismans i USA. Their gefa ut blad sem kemur ut a tveggja vikna fresti, thid aettud endilega ad kikja a thad her a netinu. Ungir ihaldsmenn virdast vera nakvaemlega eins heima a Froni og her i Ithoku, eina adferdin sem theim hugkvaemist til ad koma skodunum sinum a framfaeri er su ad kasta aur, skit og drullu yfir alla sem ekki eru jabraedur og -systur. Svo er skotid svo langt yfir markid, eins og t.d. her (i "lofraedu" um Ithoku), ad eg bara get ekki annad en hlegid:
"The entire place reeks. The cat-urine smell of organic food markets is narrowly overcome by the Pepe Le Pew green vapors floating from marijuana-drenched bandannas and sweat-stained tie-dyed shirts most Americans wouldn’t wear to work on their Harleys. The Ithaca Commons (pedestrian shopping district) is rather like an unwashed Chimpanzee cage at the zoo, except it has half the intelligence level, and no bars to restrain its vagrants."
Tha vitidi vid hverju thid eigid ad buast thegar thid komid i heimsokn!!
sunnudagur, september 07, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli